Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Fréttir 11. júní 2021

Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðn­ing við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna.

Nokkuð hefur borið á því að bændur hafi kvartað undan því að þessi ráðstöfun og krafa um skráningu hafi ekki verið kynnt nægilega vel af hálfu ráðuneytis landbúnaðarmála. Því hafi þetta farið framhjá mörgum bændum sem er mjög bagalegt þar sem þeir eiga að sjá um skráninguna. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins setti eigi að síður frétt um málið á vefsíðu sína 28. maí síðastliðinn, en þar segir:

„Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.

Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is og þá er eftirleikurinn auðveldur næsta haust þegar sækja skal um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Mikilvægt er að vanda skráningar til þess að gögn í Jörð.is sýni raunsanna stöðu hvort sem horft er til einstakra búa eða stærri heildar.

Þeir sem hyggjast nýta sér þjón­ustu RML við skráningar á jarðræktar­skýrsluhaldi er bent á að hafa samband sem fyrst til að unnt sé að senda viðeigandi skráningarblöð.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f