Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stórtjón varð á túnum víða við Eyjafjörð.
Stórtjón varð á túnum víða við Eyjafjörð.
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúmur milljarður króna á 375 búum.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins voru í starfshópi matvælaráðuneytisins sem mat tjón bænda af þessum völdum.

Skráð kaltjón eru á 123 búum. Bjargráðasjóður annast afgreiðslu þeirra umsókna og er mat sjóðsins að þörf sé á 300 milljónum alls til að mæta tjóninu með sambærilegum hætti og síðast þegar stórfellt kaltjón varð veturinn 2019–2020.

Honum hafa þegar verið tryggðar 200 milljónir í aukið fjármagn úr ríkissjóði til að veita styrki vegna kaltjóna. Í skoðun er hjá stjórnvöldum hvort tryggja megi sjóðnum þær 100 milljónir sem upp á vantar til að mæta kaltjónum sérstaklega með því að nýta fjárheimildir sjóðsins auk viðbótarfjármagns.

Tillögum um stuðningsaðgerðir skilað í desember

Viðbragðshópur skipaður fulltrúum matvælaráðuneytis, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Almannavarna tók til starfa í júní. Í kjölfarið var ráðist í vinnu við að skrá umfang tjóns bænda umfram það sem stuðningskerfin gera ráð fyrir.

Starfshópur stjórnvalda var svo skipaður fyrr í þessum mánuði til að fara yfir tjón bænda vegna óvanalegs veðurfars fyrr á árinu og gera tillögur um útfærslu og umfang stuðningsgreiðslna. Hefur hann það hlutverk að fara nánar yfir skráningarnar og gera tillögu að stuðningsaðgerðum sem ætlað er að skilað verði til matvælaráðherra núna í desember.

Um 47 prósent af heildartjóni er í sauðfjárrækt

Í tilkynningu stjórnvalda frá 13. nóvember kom fram að kuldatíð síðasta vor og kalt sumar með fáum sólarstundum ollu búsifjum víða um land. Tjón hafi orðið á búfénaði vegna kuldakasts, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks með tilheyrandi uppskerubresti, auk þess sem kaltjón varð á túnum. Þá leiddu óvenjufáar sólarstundir til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum.

Í upplýsingum frá matvælaráðuneytinu kemur fram að af þeim rúma milljarði af áætluðu heildartjóni vegna kuldakastsins séu 47 prósent í sauðfjárrækt, aðallega vegna minni afurða og dauðra gripa.

Afurðatjón sé litlu minna í garðyrkju, einkum vegna ónýtrar kartöfluuppskeru og annars útiræktaðs grænmetis, eða 46 prósent af heildinni. Þá standa eftir sjö prósent sem rekja megi til kostnaðar við endursáningar í jarðrækt og dauðra nautgripa og hrossa.

Fyrirframgreiðsla upp í væntanlegan kaltjónsstyrk

Samkvæmt upplýsingunum úr matvælaráðuneytinu gátu bændur sem urðu fyrir hvað mestu kaltjóni sótt um og hafa fengið fyrirframgreiðslu upp í væntanlegan styrk. Það hafi verið gert til þess að koma til móts við fóðurskort og kostnað við endurræktun túna sem féll til strax í vor.

Sjóðurinn annist afgreiðslu umsókna og úttektir vegna þeirra. Uppgjör styrkja fari fram í upphafi næsta árs, þegar uppskera ársins 2024 liggur endanlega fyrir sem og fóðurþörf vetrarins. Fyrirframgreiðslur komi þá til frádráttar við uppgjör.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...