Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Mynd / HÓ
Fréttir 21. febrúar 2019

Skógræktin og Vatnajökulsþjóðgarður gera samning um Ásbyrgi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samningur á milli Skógræktarinnar og Vatnajökulsþjóðgarðs um umsjón með Ásbyrgi í Kelduhverfi var undirritaður fyrir skömmu. Samkvæmt honum færist formleg umsjón jarðarinnar og allra mannvirkja á henni frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs.

Vatnajökulsþjóðgarður og Skógræktin eiga engu að síður áfram með sér samstarf um innri hluta Ásbyrgis og land Ásbyrgis norðan þjóðvegar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að einkum sé um tæknilegt atriði að ræða, þ.e. hvaða ríkisstofnun hafi opinbera umsjón með landi í eigu ríkisins og hefur til að mynda að gera með það hver sér um að greiða fasteignagjöld, viðhalda húsum og þess háttar. Samningurinn hefur ekki í för með sér neinar grundvallarbreytingar fyrir starfsemi í Ásbyrgi. Þó er viðbúið að hann muni einfalda ýmsa ferla, svo sem vegna gerðar nýs deiliskipulags sem hefur verið í pípunum í þó nokkurn tíma.

„Í þessu tilviki var verið að færa opinbera umsjón frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs og réði þar mestu að þjóðgarðurinn notar húsin sem fylgja jörðinni en Skógræktin ekki. Samningurinn var staðfesting á að áfram verði samstarf beggja stofnana um skóginn í Ásbyrgi og að Skógræktin hafi áfram umsjón með landi Ásbyrgis sem er utan Þjóðgarðsins, norðan þjóðvegar,“ segir Þröstur.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...