Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skortur á maríjúana í Nevada veldur tekjumissi fyrir skólakerfið
Fréttir 1. ágúst 2017

Skortur á maríjúana í Nevada veldur tekjumissi fyrir skólakerfið

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dreifingaraðilar maríjúana í Nevada í Bandaríkjunum horfa nú fram á skort á þessari kannabisafurð og glataðar sölutekjur sem gæti leitt til þess að skólakerfið í ríkinu verði af umtalsverðum fjármunum. Vekur þetta ekki síst furðu þar sem örstutt er síðan framleiðsla og neysla á þessu efni var lögleidd í ríkinu. 
Ástæðan fyrir ónógu framboði liggur aðallega í því að ekki er búið að breyta reglum sem gerir heildsölu og dreifingu á maríjúana löglega í líkingu við sölu á áfengi.
 
Á þessum sérkennilega vanda Nevada er sú skýring að eftir að ræktun var leyfð á kannabis í lækningaskyni og til notkunar fyrir fullorðna, hafa sum ríki sem það hafa gert, eyrnamerkt skólakerfinu hluta skatttekna á framleiðsluna.
 
 
Þetta kann að hljóma undarlega fyrir venjulegt fólk á Íslandi sem fram undir þetta hefur talið kannabis og maríjúana ætti alls ekki að koma nálægt skólum eða skólabörnum. Sér í lagi þar sem fjölmargar rannsóknir virðast sýna að neysla valdi þroskaskerðingu, minnisleysi og óafturkræfum heilaskaða hjá ungmennum með óþroskaðan heila. Ekki síst þar sem efnin sem ræktuð eru í dag eru mun sterkari en áður og innihalda mun meira af virka efninu THC eða delta-9-tetrahydrocannabinol. Má þar t.d. benda á greinar í Clinical EEG and Neuroscience, og á vef National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Mörgum spurningum virðist samt ósvarað um langvarandi áhrif af notkun slíkra efna.
 
50 milljarða dollara skatttekjur á komandi árum
 
Ræktun á kannabis eða hampi og maríjúana­framleiðsla eykst nú hröðum skrefum í Bandaríkjunum í kjölfar lögleiðingar. Áætlað er að framleiðsla á maríjúana muni gefa um 50 milljarða dollara í skatttekjur árið 2026.
 
Um fjórðungur Bandaríkjamanna býr nú í ríkjum þar sem fullorðnum er heimilt að nota kannabis. Kannabisræktun og framleiðsla til notkunar fyrir fullorðna er nú heimil í 9 ríkjum Bandaríkjanna þótt alríkið banni slíkt með öllu. Þá er framleiðsla heimil og sala í lækningaskyni í 10 ríkjum til viðbótar og þar er heldur ekki saknæmt þótt menn rækti kannabis til eigin nota. Í fjórum ríkjum er ekki beinlínis heimilt að rækta kannabis, en ekki er litið á það sem fangelsissök ef það er einungis í litlu magni og til eigin nota. Þá  er heimilt að rækta kannabis í lækningaskyni í 13 ríkjum til viðbótar.  Í 16 ríkjum Bandaríkjanna er öll ræktun og neysla á kannabis enn algjörlega bönnuð. 
 
Skatttekjur af maríjúana til að fjármagna skólakerfið
 
Tómstundaræktun á kannabis í Nevada ber um 33 til 38% skatt, en mismunandi eftir svæðum. Af þessu er um 15% framleiðsluskattur sem rennur beint til menntakerfisins. Síðan er 10% söluskattur sem rennur í svokallaðan Regndagasjóð (Nevada’s rainy day fund). Annað fer í sameiginlega sjóði ríkisins. 
 
Ef ekki tekst að auk framboðið á maríjúana til að mæta eftirspurn gæti það haft alvarlegar afleiðingar, m.a. fyrir skólakerfið, að því er fram kemur á vefsíðu fortune.com. 
 
Nevada er ekki eitt um að ætla sér að nota skatttekjur af framleiðslu og sölu á maríjúana til að fjármagna rekstur skólakerfisins. 
 
Í Colorado er 10% söluskattur á maríjúana og 15% vörugjöld. Skatttekjur af maríjúanaframleiðslu og -sölu skiluðu 65 milljónum dollara til skólakerfisins í Colarado á síðustu tveim árum. 
Í Oregon er 17% skattur á framleiðslu og sölu maríjúana, en sveitarfélög geta lagt aukalega 3% staðbundinn skatt á þessa framleiðslu. Af þessari skattlagningu fara 40% til almenna skólakerfisins í ríkinu. 
 
Í Washington er 16% skattur á heildsölu á marijúana frá framleiðendum og 8% skattur á smásölu efnisins, en sá skattur var nýlega lækkaður úr 10%. Nærri þriðjungur skattteknanna af marijúana fer í almennan sjóð ríkisins sem er m.a. notaður til að fjármagna skólakerfið og ýmsa sérþjónustu. 
 
Í Alaska er gjald á maríjúana sem nemur 50 dollurum á hverja únsu af efninu, eða um 20% skattur á ræktunina. Um helmingur skattteknanna rennur í ríkissjóð og hinn helmingurinn rennur til endurhæfingar í fangelsiskerfinu. Áætlað er að þetta skili um 3 milljónum dollara til fangelsismála á árinu 2017 og um 6 milljónum dollara á komandi árum.   
 
Af þessum ríkjum er Nevada eina ríkið þar sem ekki hefur tekist að anna eftirspurn. Virðist „vandinn“ liggja í of fáum ræktendum og regluverki í kringum dreifinguna. Er þessu þveröfugt farið í Colorado, þar sem ræktendur eru meira en tvöfalt fleiri en þeir sem fullvinna efnið til neytenda. Í hinum ríkjunum er þetta með svipuðum hætti. 
 
Reiknað er með að mikil pressa verði á ræktendur að auka framleiðslu sína á komandi misserum og árum þar sem búist er við verulega aukinni eftirspurn.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...