Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skordýr sem matvæli
Fréttir 3. nóvember 2015

Skordýr sem matvæli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aukinn áhugi er á neyslu og markaðssetningu skordýra í Evrópu og öðrum þróuðum ríkjum þar sem ekki hefur verið venja að neyta þeirra.

Í mörgum öðrum heimshlutum hafa skordýr hins vegar verið notuð sem matvæli um langan tíma og eru um 1.500 tegundir skordýra þekktar sem neysluvara. Má þar nefna maura, bjöllur, mölflugur og krybbur. Einhver neysla ákveðinna tegunda skordýra þekkist þó í mjög litlu magni í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins. Sem dæmi má nefna bjöllusúpu í Frakklandi og Þýskalandi, ost sem inniheldur flugu­lirfur á Sardiníu og ákveðinn hluti mölflugu sem þykir lostæti á Ítalíu.

Í frétt á heimasíðu Matvæla­stofnunar segir að skordýr séu góð og sjálfbær uppspretta næringarefna og próteina og er notkun skordýra sem matvæli og fóður talin vera jákvæð fyrir umhverfi, efnahag og fæðuöryggi. Skordýr þykja því vera mjög áhugaverður kostur fyrir matvælaiðnaðinn.

Markaðssetning skordýra í ESB háð leyfi

Markaðssetning skordýra er háð ströngum skilyrðum í Evrópusambandinu og flokkast þau sem nýfæði. Skilgreiningin á nýfæði eru matvæli sem ekki voru hefðbundin neysluvara í ríkjum Evrópusambandsins fyrir 15. maí 1997 þegar reglugerð nr. 258/97 um nýfæði tók gildi. Þetta eru til dæmis matvæli sem framleidd eru með nýjum aðferðum, matvæli sem hafa nýstárlegu hlutverki að gegna í mataræði eða matvæli sem ekki hafa verið á markaði á Evrópusambandssvæðinu þótt þau þekkist í öðrum heimshlutum, samanber skordýr.

Ekki er alltaf augljóst hvaða matvæli eru nýfæði og hver ekki og ekki eru til tæmandi listar yfir nýfæði. Því þarf að meta hverja matvöru fyrir sig og kanna hvort hún hafi verið á markaði í einhverju landi Evrópusambandsins fyrir 1997. Sem dæmi um nýfæði sem er áberandi á íslenskum neytendamarkaði er plantan stevía, chia-fræ og hindberja-ketónar.

Öll markaðssetning á nýfæði er háð leyfi frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Ný matvæli þurfa að standast áhættumat sem miðar fyrst og fremst að því að finna út hvort neysla matvælanna sé örugg neytandanum. Þrátt fyrir að neysla skordýra sé vel þekkt í öðrum heimshlutum en Evrópu þá eru fáar rannsóknir til sem sýna fram á öryggi skordýranna sem matvæli t.d. hvað varðar örverur og efnainnihald s.s. ofnæmisvalda. Þar sem ekki hefur verið sótt um, og þar af leiðandi ekki gefið út, neitt leyfi fyrir skordýrum sem nýfæði, þá er innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun skordýra til matvælaframleiðslu bannaður í flestum ríkjum ESB.

Ísland hefur enn ekki innleitt reglugerð Evrópusambandsins nr. 258/97 og því eru engar sérstakar reglur um nýfæði í gildi á Íslandi. Þrátt fyrir það þurfa skordýr og annað nýfæði sem ætlað er sem matvæli, að uppfylla skilyrði matvælalaga og gildandi reglugerða á sama hátt og önnur almenn matvæli.

Skylt efni: Skordýr | Matvæli

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f