Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, rannsakar hvernig nota megi skordýr sem fóður og fæði.
Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, rannsakar hvernig nota megi skordýr sem fóður og fæði.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 13. október 2023

Skordýr sem fóðurhráefni fyrir dýr

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íslenskt lið tók á dögunum í fyrsta sinn þátt í evrópskri nýsköpunarkeppni fyrir nemendur á sviði lífvísinda.

Um er að ræða hina evrópsku BISC-E-samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda sem haldin var fyrr í mánuðinum og sendi Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) lið í keppnina.

BISC-E stendur fyrir Bio-Based Innovation Student Challenge Europe og er nýsköpunarkeppni fyrir háskólanemendur sem eru að vinna með líffræðitengdar lausnir. Þetta árið sendu 15 lönd nemendur til keppninnar og þar keppti Ísland í fyrsta sinn.

Önnur lönd sem tóku þátt voru Írland, Frakkland, Þýskaland, Króatía, Tékkland, Grikkland, Belgía, Litáen, Ítalía, Lettland, Búlgaría, Slóvenía, Portúgal og Pólland, segir í tilkynningu frá LbhÍ.

Mjölormar og hermannaflugulirfur

Fyrst fóru fram keppnir innanlands milli nemendahópa, þar sem eitt lið frá hverju landi komst áfram í evrópsku samkeppnina. Að þessu sinni vann Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, íslensku keppnina ásamt liðsfélögum sínum, Siv Lene Gangenes Skar, doktorsnema í ylrækt við LbhÍ, og Karli Ólafssyni, BSc-nema í verkfræði við Háskóla Íslands, með verkefnið skordýr sem fóður og fæði.

Verkefnið snýst um að framleiða mjölorma og svartar hermannaflugulirfur með notkun á grænni orku og mismunandi fóðri, þar á meðal brauðafgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum og nýta skordýrin sem fóðurhráefni fyrir dýr.

Markmið verkefnisins er að stuðla að minni matarsóun og þar með minni útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hefta útbreiðslu Alaskalúpínu á Íslandi og þar með auka líffjölbreytni, og enn fremur auka matvælaöryggi í Evrópu.

Lirfur voru fóðraðar á til dæmis brauð- afgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum.
Hvetja til þátttöku í BISC-E

Þeim nemendum sem komust áfram frá hverju landi var boðið að taka þátt í námskeiði þar sem farið var yfir hvernig kynna á nýsköpun fyrir fjárfestum, hvernig á að vekja áhuga þeirra og sannfæra um fýsileika fjárfestingar í viðkomandi verkefni.

Dómnefnd valdi 5 lið til þess að halda áfram keppni 28. september. Því miður komst Ísland ekki áfram í 5-liða úrslitin að þessu sinni.

Rúna og lið hennar voru afar ánægð með þátttökuna og reynsluna og hvetja háskólanemendur til þátttöku í BISC-E 2024. Opið er fyrir skráningar liða til loka október 2023.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.bisc-e.eu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...