Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Fyrir tilstuðlan ESB-styrks til bættra vatnsgæða á Íslandi mun Hveragerðisbær
nú hefjast handa við að bæta hreinsun fráveituvatns í Hveragerði.
Fyrir tilstuðlan ESB-styrks til bættra vatnsgæða á Íslandi mun Hveragerðisbær nú hefjast handa við að bæta hreinsun fráveituvatns í Hveragerði.
Mynd / ghp
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun í Hveragerði.

Eins og frá var greint í umfjöllun um LIFE ICEWATER-verkefnið og 3,5 milljarða króna styrk ESB til þess, í Bændablaðinu í febrúar, fékk Hveragerðisbær um 343 milljónir króna í sinn hlut. Er styrkurinn ætlaður í úrbætur á hreinsun fráveituvatns í Hveragerði en þar hafa fráveitumál verið í ólestri, eins og víðar. Samkvæmt fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2024–2026 er gert ráð fyrir kostnaði upp á 500 milljónir króna við endurbætur á fráveitunni.

LIFE ICEWATER-verkefnið stendur til ársins 2027. Mun styrkur ESB gera kleift að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.

Endurbótum lokið á þremur árum

„Okkar hluti í ICEWATER-styrknum er til að standa straum af hluta kostnaðar við stækkun/endurbætur á skolphreinsistöð bæjarins. Það verkefni er í ferli í samstarfi við verkfræðistofuna Cowi en þar er nú unnið að valkostagreiningu varðandi lausnir í þeim efnum. Vonast er til að því verkefni verði lokið árið 2028 en það verður líklega eitthvað áfangaskipt svo hlutar gætu komist í gagnið fyrr,“ segir Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar. Hann segir að partur af að þróa heildstæðar úrgangslausnir sé að koma öllu því sem fellur til við hreinsunina í sem umhverfisvænstan farveg. „Mjög stórt skref hefur nú þegar verið tekið með samstarfi okkar með umhverfisog tæknisviði Uppsveita varðandi dreifingu á seyru til uppgræðslu. Í fyrra var talsvert magn notað í þessum tilgangi til tilrauna og vonandi verður allri seyru sem til fellur í ár og svo til framtíðar komið í þennan farveg,“ segir Höskuldur.

Varmá verði brátt hreinni

Jafnframt sé hugað að úrbótum á hreinsun á fráveituvatni en það felist í að bæta efnaástand og lífrænt ástand þess, og þar með Varmár. „Við höfum nú þegar aukið eftirlit með fráveitunni, sem og Varmánni, og stefnum að því að fara í enn frekari mælingar. Þessar mælingar má svo nota til að meta árangur þeirra aðgerða sem farið verður í varðandi stækkun/endurbætur á hreinsimannvirkjunum,“ segir hann enn fremur.

Eftirlit með örplasti er, að sögn Höskuldar, áhersla sem Umhverfisstofnun hafi komið með í LIFE ICEWATER-verkefnið og hún sé mjög áhugaverð. „Það er að verða sífellt meiri vakning um þá hluti og væri tilvalið að skoða það í þessu samhengi. Þessi hluti er mjög skammt á veg kominn eins og svo sem flest sem varðar örplast og hugsanleg áhrif þess. Þetta verður að vinna með þar til bærum aðilum á næstu fimm árum,“ segir Höskuldur að endingu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f