Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hallormsstaðaskóli á sér langa sögu, en 90 ár verða í vetur frá fyrstu skólasetningu.
Hallormsstaðaskóli á sér langa sögu, en 90 ár verða í vetur frá fyrstu skólasetningu.
Líf og starf 19. júlí 2020

Skólinn í skóginum

Höfundur: MÞÞ
Hallormsstaðaskóli býður nú í fyrsta sinn upp á heilsárs námsbraut í sjálfbærni og sköpun, sem er nám á 4. hæfniþrepi, viðbótarnám á framhaldsskólastigi eða sambærilegt og diplómunám á háskólastigi. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, segir að friðsælt umhverfi Hallormsstaðaskógar ýti undir sköpunarkraft einstaklinga og leiði þá inn á nýjar brautir.
 
Samhliða almennu skólastarfi stendur Hallormsstaðaskóli fyrir MasterClass námskeiðum, þar sem sérfræðingar koma og leiðbeina hver á sínu sviði, fjölbreyttum námskeiðum og fræðslu í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Að auki stendur skólinn fyrir opnu húsi reglulega, málstofum og vinnustofum í samstarfi við ýmsa aðila. 
 
Traustari grunnur
 
Bryndís fagnar því að rekstur skólans er nú á traustari grunni en áður. Verkferlar hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi þjónustu- og rekstrarsamning við skólann eru að taka breytingum til batnaðar. Hún nefnir þar helst lengri samningstíma en áður og því þurfi ekki að endurnýja samning á hverju ári með tilheyrandi vinnu beggja aðila. 
 
Hallormsstaðaskóli á sér langa sögu, hann hefur verið starfandi í næstum 90 ár, fyrsta skólasetningin var 1. nóvember 1930. „Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, er okkur mikil fyrirmynd og námskrá skólans frá stofnun hans höfð að leiðarljósi í áherslubreytingum í námi skólans,“ segir Bryndís.
 
Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.
 
 
Námið var tveggja ára metnaðarfullt nám þar sem nemendur útskrifuðust með hæfni til að stýra stórum búum, hvort sem var í rekstri, matseld eða textíl, ásamt því að læra heilbrigðisfræði og að geta tekið á móti börnum. Nú bæru nemendur þessa náms marga mismunandi starfstitla og því leggjum við áherslu á að mennta nýja kynslóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar,“ segir hún.  
 
Sjálfbærni út í gegn
 
Bryndís segir að rauði þráðurinn í starfi skólans sé sjálfbærni. „Í náminu fléttast saman nýting og meðferð hráefna hér á árum áður, viðurkenndum vinnsluaðferðum og hvernig neysla okkar er nú um stundir. Af mörgu er að hyggja og hvert skref, hvert spor, skiptir máli,“ segir hún.
 
Í líftextíl er lögð áhersla á náttúrulegar og vistvænar aðferðir, t.d. jurtalitun, jurtaprentun, kennslu í vefjarefnafræði og uppruna hráefna. Nýjungar eru líftextílefni og bakteríulitun, sem er heillandi heimur fyrir þá sem hafa áhuga á efnafræði. Síðan tvinnast saman fræðin og framkvæmd í kennslu í textíl, t.d. í vefnaði, saumum, tóvinnu og prjón. 
 
Unnið með staðbundið hráefni
 
Matarfræði byggist líka upp á efnafræðiþekkingu en hér áður fyrr var kennd matarefnafræði. „Við nýtum okkur matarkistu Austurlands og vinnum mikið með staðbundið hráefni,“ segir Bryndís, en Hallormsstaðaskógur býður upp á gómsæta uppskeru á haustin, villt ber og sveppi.
 
Hallormsstaðaskóli nýtir sér matarkistu Austurlands.
 
Hversu sjálfbær erum við?
 
„Mikil vitundarvakning hefur verið meðal þjóðar á að velja íslenskt og lífrænt hráefni í matargerð og fögnum við þeirri þróun. Okkur þykir einnig áhugavert að vinna með áskoranir, eins og hvað gerist ef landið lokar og hversu sjálfbær erum við,“ segir Bryndís.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um skólann, námið og væntanleg námskeið á heimasíðu skólans, www.hskolinn.is 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f