Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verkþættir með litum fyrir stofnanir.
Verkþættir með litum fyrir stofnanir.
Á faglegum nótum 19. september 2024

Skógvist II

Höfundur: Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi.

Á árunum 2002–2005 fór fram rannsóknarverkefni í skógum á Fljótsdalshéraði og í Skorradal sem ræktaðir höfðu verið skóglausu mólendi.

Verkefnið gekk undir heitinu SKÓGVIST (ICEWOODS) og var samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, Skógræktar ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands, Héraðsskóga og Suðurlandsskóga.

Markmið verkefnisins var að kanna hvaða breytingar yrðu á lífríki, kolefnishringrás og jarðvegsþáttum mólendis við skógrækt.

Árið 2021 lagði matvælaráðherra fram samþætta aðgerðaáætlun og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt fyrir árin 2022–2026 undir heitinu Land og líf. Eitt aðalmarkmið hennar er að meta hvaða áhrif breytt landnotkun, til að mynda skógrækt, hefur á líffræðilega fjölbreytni.

Upplýsingar um mælireiti.

Skógvist II

Til að meta þessi áhrif var ákveðið að setja af stað rannsóknarverkefnið SKÓGVIST II þar sem gömlu mælireitirnir úr eldra Skógvistarverkefninu í Skorradal skyldu endurmældir, 20 árum eftir fyrstu mælingar. Skógvist II er stýrt af Landi og skógi í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Náttúrustofu Norðurlands vestra og Háskóla Íslands. Sérfræðingar frá þessum stofnunum sjá um tiltekna þætti rannsóknarinnar. Verkefnið hófst árið 2023 en mælingar byrjuðu síðastliðið vor og hafa gengið vel það sem af er sumri. Öllum mælingum lýkur nú í haust, 2024.

Í verkefninu verða rannsakaðir fuglar, fléttur, lágplöntur, skordýr, ánamaðkar og trjáplöntur í mismunandi skógarreitum og sambærilegu mólendi. Með nýjustu tækni verða einnig kannaðir ýmsir jarðvegsþættir og lífverur í jarðvegi.

Næsta árið mun svo fara mikil vinna í tegundagreiningu skordýra, raðgreiningu jarðvegs, efnagreiningu jarðvegs, mælingar á uppskeru og úrvinnslu gagna.

Ávinningur
  • Aukin þekking á lífríki Íslands og hvernig það breytist þegar skógur vex upp á áður skóglausu mólendi.
  • Meiri upplýsingar um hvernig vistfræði íslenskra skóga breytist með tímanum, eftir því sem skógurinn eldist.
  • Aukin þekking á tegunda- samsetningu lykil-lífveruhópa í skógum á Íslandi og breytileika hennar frá einni skógargerð til annarrar.
  • Aukið samstarf stofnana sem vinna við svipuð málefni og sérfræðiþekking nýtt á milli stofnana.

Allt þetta stuðlar að betri og auðveldari ákvörðunum í skógrækt og skipulagsmálum til framtíðar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f