Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógarbændurnir á Silfrastöðum, Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst, fengu þessar forláta svuntur frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi í þakk­lætisskyni fyrir skógargönguna. Silfrastaðir í baksýn og Mælifellshnjúkur.
Skógarbændurnir á Silfrastöðum, Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst, fengu þessar forláta svuntur frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi í þakk­lætisskyni fyrir skógargönguna. Silfrastaðir í baksýn og Mælifellshnjúkur.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 22. ágúst 2016

Skógræktin tók til starfa 1. júlí

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný skógræktarstofnun, Skóg­ræktin, tók til starfa 1. júlí síðastliðinn og varð til við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt. Af því tilefni var efnt til skógargöngu á Silfrastöðum í Skagafirði en um 70 manns mættu við athöfn sem haldin var til að fagna þessum áfanga. 
 
Fram kom í ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnar Magnúsdóttur, að undirbúningur hinnar nýju stofnunar hefði gengið vel. Þá hældi hún skógarbændum á Silfrastöðum fyrir öflugt starf, en skógurinn á Silfrastöðum bindur koltvísýring sem samsvarar útblæstri um 15 þúsund bíla. Nýir skógarbændur hafa tekið við keflinu á Silfrastöðum, þau Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst, af föður Hrefnu, Jóhannesi Jóhannssyni og Þóru Jóhannesdóttur, konu hans. 
 
Búið er að planta um 1,1 milljón plantna í skóginn. Byrjað er að taka úr honum efni með millibilsgrisjun. Þau Johan og Hrefna kynda hús sitt með eigin trjáviði og spara að því er fram kemur á vef Skógræktarinnar um hálfa milljón á ári í kyndikostnað, engin hitaveita er á staðnum og dýrt að hita með rafmagni. 
 
Starfsfólk Skógræktarinnar fagnar fyrsta degi nýrrar stofnunar.
 
Ráðið í þrjár nýjar stöður
 
Nýverið var ráðið í þrjár nýjar stöður hjá Skógræktinni. Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, hefur verið ráðinn fagmálastjóri, sem er ný staða, en fagmálastjóri hefur yfirumsjón og forystu um fagleg málefni innan Skógræktarinnar og er staðgengill skógræktarstjóra. Fimm sóttu um starfið. 
 
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri Vesturlandskóga, hefur verið ráðin sviðsstjóri skógarauðlindasviðs. Sviðstjóri skógarauðlindasviðs ber ábyrgð á rekstri þjóðskóganna og hefur yfirumsjón með framlögum til skógræktar á lögbýlum auk þess að vinna að samþættingu þessara tveggja verkefna eftir því sem þurfa þykir. Sex sóttu um starfið. 
 
Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, hefur verið ráðinn sviðsstjóri samhæfingarsviðs. Samhæfingarsvið er nýtt svið innan Skógræktarinnar sem fæst við stjórnsýslu, skipulagsmál, kynningarmál og fræðslu á sviði skógræktar. Fimm sóttu um starfið. 
 
Á næstu dögum verður auglýst eftir nýjum sviðstjóra rannsóknasviðs sem veitir Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, forstöðu. Einnig verður auglýst eftir nýjum skógarverði á Suðurlandi. Eftir er að ákveða hvernig háttað verður stjórn nytjaskógræktar á bújörðum á Vesturlandi. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...