Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Mynd / Hreinn Óskarsson.
Fréttir 24. apríl 2017

Skógræktin fær 20 milljónir til fjögurra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógræktin fær rúmar tuttugu milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári til verkefna á fjórum svæðum í hennar umsjá. Hæsti styrkurinn, 15 milljónir króna, rennur til stígagerðar og viðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig rennur fé til verkefna við Hjálparfoss, Laxfoss og á Kirkjubæjarklaustri.
 
Í sumar verður unnið að lokafrágangi á bílastæði við Hjálparfoss og voru veittar 1,2 milljónir króna í styrk vegna þess verkefnis. Úr sjóðnum renna einnig 2,5 milljónir króna til smíði stiga og millipalla að útsýnisstað sem nýlega var gerður við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði og verður féð nýtt til lokafrágangs þar. Til þjóðskógarins á Kirkjubæjarklaustri renna 1,5 milljónir króna til áframhaldandi viðhalds, endurbóta, uppgræðslu og afmarkana á gönguleiðum í Klausturskóginum og ofan við Systrafoss. 
 
Til uppbyggingar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu fær Skógræktin 15 milljónir króna úr sjóðnum til að vernda náttúru, bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna. Þórsmörk og Goðaland eru eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir gangandi ferðamenn en gönguleiðir þar krefjast umfangsmikils viðhalds og uppbyggingar vegna brattlendis og rofgjarns jarðvegs. 

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...