Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógarverðir myrtir
Fréttir 30. október 2019

Skógarverðir myrtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarvörður í Rúmeníu var nýlega skotinn til bana með veiði­riffli þegar hann var á leiðinni á vettvang til að kanna ólöglegt skógarhögg. Skógarvörðurinn er annar sem myrtur er í landinu á tveimur mánuðum í átökum vegna ólöglegs skógarhöggs.

Í Rúmeníu er að finna talsvert af ósnertum frumskógum og gömlum ræktuðum skógum sem eru mikilvægt búsvæði fyrir villt dýr eins og birni, úlfa og villta ketti. Skógarnir hafa í langan tíma verið helsta nytjasvæði ólöglegs skógarhöggs í Evrópu og gríðarlegt magn trjáa fellt ólöglega á hverju ári. Timbrið úr skógunum er selt um alla Evrópu og notað í húsbyggingar, húsgögn og til pappírsgerðar.

Skógarvörðurinn sem var skotinn til bana fór til að kanna sögu­sagnir um ólöglegt skógarhögg í fjalllendi í norðanverðu landinu. Fyrir um tveimur mánuðum fannst annar látinn skógarvörður skammt frá athafnasvæði ólöglegra skógarhöggsmanna. Sá maður hafði verið sleginn í höfuðið með öxi og lést vegna höfuðblæðinga.

Dauðsföllin hafa skiljanlega vakið talsverða athygli og orðið til þess að skógahöggsmenn í landinu hafa stigið fram og sagt frá margs konar árásum sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfsins, bæði ofbeldi og hótunum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...