Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Skógræktarfélag Íslands
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Tré ársins 2024 var útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 8. september. Um er að ræða skógarfuru (Pinus sylvestris) í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði og er það í fyrsta sinn sem skógarfura er valin sem Tré ársins.

Skógarfura var mikið gróðursett á 6. og fram á 7. áratug síðustu aldar, en varð fyrir miklum skakkaföllum af völdum furulúsar, sem grandaði henni að mestu, og er hún því sjaldgæf orðin hérlendis.

Tréð er í Varmahlíð í Skagafirði oger13,9máhæðog30,5 cm að þvermáli í brjósthæð manns. Það heyrir undir lögsögu Skógræktarfélags Skagfirðinga. Var félaginu afhent viðurkenningarskjal sem eiganda trésins og skilti sem markar tréð afhjúpað. Skógræktarfélag Íslands útnefnir tré ársins á hverju ári og er tilgangur þess að beina sjónum almennings að því starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt. Jafnframt að benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa á Íslandi. Lambhagi er bakhjarl verkefnisins.

Skylt efni: tré ársins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...