Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Mynd / Pixabay
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Búist er við að aðsteðjandi loftslagsógn muni gera norræna skóga, vistkerfi og samfélög viðkvæmari fyrir eldi en áður hefur verið. Þetta þýðir að efla þarf og þróa betur viðbúnað, hvort heldur er innan samfélaga eða við stjórnun skóga.

Norræna tengslanetið fyrir skógar- og gróðurelda (SNS) og Skógartjónamiðstöðin (SLU) hafa rannsakað hvernig hægt er að draga úr hættu á skógareldum í norrænum skógum. Sett hefur verið fram sérstök stefna og aðgerðaáætlun. Er því ætlað að fá stjórnvöld, skógareigendur og samfélög til að hugsa meira út frá skógareldasjónarmiðum og veita upplýsingar og ráðleggingar um hvernig unnt er að taka meira tillit til eldhættu og draga úr skógareldum.

Fyrsta skrefið í átt að eldþolinni skógrækt er sagt vera að viðurkenna virka brunahættu í norrænum skógum. Eldvarnir þurfi að vera hluti af allri skógrækt, greina þurfi viðbúnað vegna gróðurelda og efla þekkingargrunn. Þetta krefjist aðgerða á öllum stigum, allt frá menntun til stefnumótunar og löggjafar stjórnvalda, og kalli á þverfaglegt samstarf og þátttöku.

Mælt er með að skoðuð verði mismunandi áhrif aðferða í slökkvistarfi, með brunatilraunum, líkanagerð, hermun o.fl. Meta þurfi áhrif mismunandi skóggerða, landslags og mannvirkja m.t.t. eldhættu og rannsaka hættu á svokölluðum mega-eldum sem átt hafa sér stað m.a. í Suður-Evrópu. Þá er sögð þörf fyrir sameiginlega innviði meðal Norðurlandanna, svo sem alhliða gagnagrunna um skógarelda í löndunum, til að styðja við rannsóknir og ákvarðanatöku.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f