Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Á faglegum nótum 16. október 2017

Skógardagur Norðurlands í 70 ára gömlum Kjarnaskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á Skógardegi Norðurlands var því fagnað að sjötíu ár eru liðin á þessu ári frá því að ræktunarstörf hófust í Kjarna með stofnun gróðrarstöðvar og fyrstu gróðursetningum á því svæði sem nú kallast Kjarnaskógur.
 
Stóðu Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi af þessu tilefni í sumar. Var þar vígt nýtt grill- og útivistarsvæði á Birkivelli.
 
Fjöldi manns kom og naut veðurblíðunnar, þess sem á dagskránni var og alls þess sem Birkivöllur í Kjarnaskógi og nágrenni hans hefur að bjóða. 
 
Nýjasta svæðið í Kjarnaskógi, Birkivöllur var tekin í notkun á Skógardeginum.
 
Ólafur Thoroddsen, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, hélt ávarp, einnig Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Tryggvi Marinósson, ræktunarmaður og skátahöfðingi, sem minnti á þau tengsl sem ávallt hafa verið milli skátastarfs og skógræktar í Kjarnaskógi. Skátar hafa unnið mörg handtök í skóginum í áranna rás og í tilefni af því söng hópur skáta á öllum aldri sameiginlegan söng skáta og skógræktarfólks, Vertu til er vorið kallar á þig, ljóð Tryggva Þorsteinssonar skátahöfðingja sem segja má að sé sprottið upp í tengslum við skógræktarstarfið í Kjarna. 
 
Rækta Yndisgarð í Kjarnaskógi
 
Á hátíðinni var einnig skrifað undir samning milli Akureyrarbæjar, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Yndisgróðurs LBHÍ um ræktun nýs Yndisgarðs í Kjarnaskógi. Undir samninginn rituðu Eiríkur Björn Björgvinsson, Ingólfur Jóhannsson og Samson Bjarnar Harðarson sem flutti síðan erindi með glærum úti í skógi í nýjum „útifundarsal“ í sitkagreniskógi sunnan við grillhúsið á Birkivelli.
 
Lummur og sveppasúpa
 
Á dagskránni var gönguferð um framkvæmdasvæðið á Birkivelli og nágrenni, ratleikur, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sýndi sveppi sem vaxa í skóginum, poppað var yfir eldi, steiktar lummur og eldað ketilkaffi. Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar, leiðbeindi um tálgun fersks viðar með aðstoð konu sinnar, Eyglóar Rúnarsdóttur. Þá bauð Félag skógarbænda á Norðurlandi upp á gómsæta skógarsveppasúpu sem sló í gegn. Svo naut fólk einfaldlega veðurblíðunnar, félagsskaparins við aðra viðstadda og auðvitað skógarins með öllu sem hann hefur að bjóða. 
 
Gestum bauðst að bragða á nýbökuðum funheitum lummum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f