Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá heimsókn ráðherra gær í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýlsu í.
Frá heimsókn ráðherra gær í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýlsu í.
Mynd / umhverfisráðuneytið
Fréttir 26. október 2016

Skógarbúskapur styrktur í Vestur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh

Átaksverkefni í skógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu var formlega sett af stað í Miðfiðri í gær að viðstöddum fulltrúum Skógræktar ríkisins, Bændasamtaka Íslands og sveitarstjórnar.

Um er að ræða eins árs átak sem felur meðal annars í sér að þróa útfærslur á nýjum skógræktarverkefnum með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði, fjölga tækifærum fyrir bændur, auka skógarþekju og brúa bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar. Verkefnið tengist einnig skrefum íslensks landbúnaðar í átt til kolefnishlutleysis, að því er fram kemur í tilkynningu úr ráðuneytinu.

Skógrækt ríkisins stýrir verkefninu

Í verkefninu er gert ráð fyrir eftirfarandi áherslupunktum:

  • skjólbeltakerfi fyrir ræktun s.s. hvers konar jarðrækt.
  • skjóllundi fyrir búfé t.d. haustbeit stórgripa, sauðburðarhólf og önnur beitarhólf.
  • beitarskóga í tiltölulega stórum afgirtum beitarstýrðum hólfum.
  • landgræðsluskóga á illa eða ógrónu landi.
  • skjólskóga með fjölbreyttum trjágróðri þar sem tekist er á við staðbundin vindakerfi með það að markmiði að draga úr eða bægja frá sterkum vindstrengjum.
  • akurskógrækt á landi sem ekki nýtist til matvælaframleiðslu að svo stöddu.
  • fjölnytjaskóga með einhver af ofangreindum markmiðum sem og timburnytjar.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Skógræktinni umsjón með framkvæmd verkefnis og mun vinna með bændum að þessu verkefni, veita þeim ráðgjöf og fara yfir þá kosti sem verða í boði varðandi ofangreinda flokka skógræktar; hvernig þeir geta stutt við annan landbúnað og bætt skilyrði til búsetu. Leitað verður eftir viðhorfi bænda á svæðinu til núverandi stuðningskerfis í skógrækt; hvort og þá hverju þyrfti að breyta svo þeir sjái hag í þátttöku í því. Einnig verður leitað eftir samstarfi við hagsmunasamtök bænda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...