Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afmarkaðar áherslur kúabúskapar verða teknar fyrir á haustfundum.
Afmarkaðar áherslur kúabúskapar verða teknar fyrir á haustfundum.
Mynd / GBE
Á faglegum nótum 13. október 2022

Skoðanakannanir og haustfundir

Höfundur: Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur hjá BÍ.

Það eru ýmis verkefni fram undan hjá búgreinadeild nautgripabænda þetta haustið, líkt og önnur haust.

Guðrún Björg Egilsdóttir

Á næstu vikum verða tvær skoðanakannanir settar í loftið, önnur fyrir mjólkurframleiðendur og hin fyrir nautakjötsframleiðendur. Þeir bændur sem stunda bæði mjólkur- og nautakjötsframleiðslu eru beðnir um að svara báðum könnunum en tilgangur þeirra er að gefa stjórn og starfsfólki NautBÍ betri innsýn í stöðu greinarinnar.

Sömuleiðis koma niðurstöðurnar til með að vera leiðbeinandi fyrir starfs- og stjórnarfólk samtakanna í fyrstu skrefum endurskoðunar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar, samhliða ályktunum búgreinaþings.

Hvetjum við því nautgripabændur til þess að taka þátt og svara eftir bestu getu en nánari upplýsingar um kannanirnar verða birtar á vef okkar, www.bondi.is/naut.

Þann 14. október standa Bændasamtökin fyrir málþingi sem ber titilinn „Græn framtíð“ og fjallar um áskoranir og framtíðarverkefnin í landbúnaði á Íslandi. Málþingið verður haldið á degi landbúnaðarins á Hótel Nordica en síðar sama dag opnar Landbúnaðarsýningin í Laugardalshöll. Bændasamtökin bjóða félagsmönnum sínum á sýninguna. Hvetjum við öll, fagfólk og áhugafólk um landbúnað, til að kíkja á sýninguna og taka spjallið við stjórnir og starfsfólk samtakanna en okkur má finna í sameiginlegum bás BÍ og RML, bás b14.

Haustfundir búgreinadeildar nautgripabænda BÍ eru fram undan en þeir verða með örlítið breyttu sniði þetta árið. Í stað þessa að fara yfir öll málefni nautgripabænda á landsvæðaskiptum fundum ætlum við að halda stærri fundi (fyrir allt landið) með afmarkaðra efni.

Haldnir verða a.m.k. tveir fundir með mismunandi áherslum, á fyrri fundinum förum við yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar og endurskoðun á verðlagsgrundvellinum. Á þeim fundi verður sömuleiðis farið yfir fyrirkomulag kvótamarkaða og jafnvægisverð. Á seinni fundinum verður farið yfir niðurstöður skoðanakannananna og rætt um hvaða stefnu bændur vilja taka í endurskoðun búvörusamninganna. Fundirnir fara fram í gegnum Teams og verða nánari upplýsingar um fundina birtar á vef okkar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f