Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
Mynd / Húnavatnshr.
Fréttir 23. febrúar 2022

Skoða stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Starfshópur sem skoðaði hug­mynd­ir um nýtingu Húnavalla hefur skilað skýrslu þar sem fram kemur að hópurinn telji hug­mynd um umhverfisakademíu fýsi­legan kost að stefna að á staðnum fyrir sameinað sveitarfélag Húna­vatns­hrepps og Blöndu­ósbæjar.

Leggur hópurinn til að stefnt verði að því að hefja starfsemi umhverfis­akademíu á Húnavöllum í upphafi skólastarfs haustið 2023. Umhverfi­sakademían er þróunarverkefni sem unnið var að sam­hliða viðræðum um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

„Hugmyndin byggir í grunninn á því mati að það sé í raun enginn skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera umhverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskólanna. Að því leyti sé þarna sennilega eyða í menntakerfinu sem hægt væri að fylla í með sérstökum umhverfisskóla. Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslunni.

Húnavellir. Mynd / HKr.

Húsnæðið hentar vel

Að mati starfshópsins hentar húsnæði að Húnavöllum vel fyrr starfsemi lýðskóla með samnýtingu við bæði Hótel Húna og verkefnið „Sól í sveit“, sem lýtur að uppsetningu aðstöðu til námskeiðahalds tengdu textíl. Leggur hópurinn til að stofnað verður einkahlutafélag um rekstur umhverfisakademíunnar og verði það í eigu sveitarfélaganna, Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, eða sameinaðs sveitarfélags verði af sameiningu þeirra. Þá er lagt til að gerðir verði samningar um afnot af skólahúsnæði og við Hótel Húna um gistirými fyrir nemendur og aðra aðstöðu utan skólastarfs. Einnig verði gengið til samninga við helstu samstarfsaðila, þ.m.t. Menntamálastofnun um staðfestingu á starfsemi og menntamálaráðuneyti um árlega fjármögnun umhverfis­akademíunnar. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...