Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skírnin fór fram í fallegu og björtu veðri í Skeiðaréttum en réttirnar eru í túnfæti fjölskyldunnar, sem býr á Reykjum.
Skírnin fór fram í fallegu og björtu veðri í Skeiðaréttum en réttirnar eru í túnfæti fjölskyldunnar, sem býr á Reykjum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 27. september 2024

Skírn í réttum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Skemmtilegur viðburður var í Reykjaréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi laugardaginn 14. september þegar ungbarn var skírt.

Séra Óskar í Hruna að skíra Úlfhildi Báru. Bjarni heldur á henni undir skírn og Harpa Rut fylgist sæl með.

Það voru kúabændurnir á Reykjum, þau Bjarni Rúnarsson og Harpa Rut Sigurgeirsdóttir, sem mættu með nokkurra mánaða dóttur sína til skírnar. Fékk hún nafnið Úlfhildur Bára í höfuðið á Úlfari frænda sínum, sem kvaddi skyndilega síðasta vetur en seinna nafnið er í höfuðið á móðurömmunni. Sr. Óskar Hafstein Óskarsson í Hruna skírði Úlfhildi Báru.

Réttir eru hátíðardagur

„Það kom þannig til að dóttir fæddist í lok júní í miðjum heyskap og það er mikið að gera á sumrin og allir ættingjar og vinir á faraldsfæti eins og gengur. Svo áður en við vissum af þá var farið að styttast í réttir. Og réttir eru hér eins og víða mikill hátíðardagur og margmenni sem kemur hingað heim í réttarsúpu, svo við ákváðum bara að slá þessu saman. Séra Óskar var held ég manna spenntastur fyrir þessu fyrirkomulagi, enda mikill sauðfjárbóndi sjálfur,“ segir Bjarni aðspurður um ákvörðunina um skírnina í réttunum.

Eftir skírnina var gestum fjölskyldunnar boðið í dýrindis kjötsúpu, sem var vel við hæfi á réttardaginn.

„Við vorum nú satt að segja ekki bjartsýn dagana fyrir á að það yrði hægt að vera úti í réttum enda gul viðvörun og rigning í kortunum, en um morguninn var þetta fína veður svo við smöluðum gestunum út í réttir og skírðum hana undir blaktandi íslenskum fána, dásamlegum söng og kindajarmi. Svo fengu allir réttarsúpu og tilheyrandi heima í vélaskemmu sem við gerðum að veislusal og þetta heppnaðist allt saman eins og í sögu. Ég held að við gleymum þessum degi seint og þetta verður líka skemmtileg frásögn fyrir dótturina að eiga þegar hún verður eldri,“ bætir Bjarni við.

Verður Úlfhildur sauðfjárbóndi?

Þegar Bjarni er spurður hvort það segi sig ekki sjálft að Úlfhildur verði sauðfjárbóndi var hann fljótur til svars.

„Hvort hún verði sauðfjárbóndi í framtíðinni verður hún að ákveða sjálf. En það verður þá í einhverjum mótþróa við pabba sinn því ég hef ekki verið talsmaður þess að taka fé hér á þessum bæ þrátt fyrir mikla hvatningu úr ýmsum áttum,“ segir Bjarni hlæjandi og bætir strax við. „Annars erum við aðallega með kúabúskap, u.þ.b. 60–65 kýr mjólkandi og nautakjötsframleiðslu sem hliðarbúgrein. Svo erum við í kornrækt og skógrækt og með nokkrar hænur og hesta fyrir heimilið.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...