Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skipuleg eyðing á skógarkerfli
Mynd / MÞÞ
Fréttir 26. október 2015

Skipuleg eyðing á skógarkerfli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógarkerfli verður eytt með skipulögðum hætti í Húnavatnshreppi næsta vor. Sveitarstjóri biðlar í fréttabréfi Húnavatnshrepps til íbúa að senda frá sér upplýsingar um umfang skógarkerfils í þeirra landi og skila þeim inn fyrir 26. október. 
 
Skógarkerfill hefur dreift sér í Húnavatnshreppi undanfarin ár, en nú á að kortleggja hvar hann er byrjaður að sá sér. Vinna á að því að hefta útbreiðslu hans með slætti að lágmarki þrisvar á sumri hverju.
Málið var fyrst til umræðu á fundi sveitarstjórnar á liðnu ári en í fundargerð sveitarstjórnar frá því í ágúst í fyrra segir að skógarkerfill sé vágestur sem dreifi sér hratt þar sem hann hafi náð að sá sér. Sé það helst á svæðum þar sem búpeningi sé ekki beitt og sé því líklegast að hann dreifi sér í vegköntum og skurðum og skurðbökkum sem séu afgirtir.
 
Einnig segir í fundargerðinni að í Húnavatnshreppi hafi hann verið fram undir þetta á mjög afmörkuðum svæðum eins og til dæmis í kringum og út frá Laxárvatnsvirkjun. Þar sem hann hafi náð að breiða úr sér verði gróðurþekjan mjög einsleit og kaffæri hann annan gróður á þeim svæðum.
 
Þá segir að helst sé hægt að koma í veg fyrir að hann dreifi sér í miklum mæli ef ráðist sé gegn honum sem fyrst þar sem hann hafi stungið sér niður. Árangursríkasta aðferðin virðist vera að slá hann sem fyrst á vorin og sem oftast yfir sumarið þannig að hann nái ekki að fella fræ.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...