Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skipað í starfshóp um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta
Fréttir 14. júní 2018

Skipað í starfshóp um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta

Skipað hefur verið í fimm manna starfshóp sem á að endurskoða regluverk um úthlutun á tollkvóta vegna tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins, sem tók gildi 1. maí síðastliðinn.

Samkvæmt samningnum munu tollfrjálsir tollkvótar, einkum á kjöti og ostum, stækka í skrefum til ársins 2021. Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kemur fram að hlutverk starfshópsins verði að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Óli Björn Kárason, alþingismaður, formaður
  • Arnar Freyr Einarsson, hagfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
  • Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands
  • Tryggvi Másson, sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins

Starfshópurinn skal ljúka störfum eigi síðar en 1. nóvember 2018 og skila þá skýrslu með tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Í tilkynningunni er haft eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að mikilvægt sé að staldra við og endurskoða hvernig þesum takmörkuðu gæðum sé úthlutað. Í mínum huga er grundvallaratriði að mögulegar breytingar skili sér með sem bestum hætti til neytenda í formi lægra vöruverðs og aukins vöruúrvals,segir ráðherra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...