Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskar búvörur.
Íslenskar búvörur.
Mynd / Bbl
Fréttir 4. júlí 2019

Skipað í áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru samkvæmt ákvæðum í matvælalögum og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru; greiningu á áhættuþáttum á þessum sviðum.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að skipan nefndarinnar sé hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Áhættumatsnefndina skipa:

  • Hrönn Ólína Jörundsdóttir formaður, tilnefnd af Matís
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
  • Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Landlæknisembættinu, sóttvarnalækni
  • Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...