Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Mynd / ghp
Fréttir 13. apríl 2023

Skilyrði sköpuð til 25% vaxtar í íslenskri garðyrkju

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir skemmstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðar verði svipuð frá ári til árs, en markmið eru um að skapa skilyrði til 25 prósenta framleiðsluaukningar á grænmeti – bæði í útiræktun og ylrækt.

Í yfirliti um útgjaldaramma fyrir málefnasvið ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028, sést að gert er ráð fyrir að útgjöld stjórnvalda til landbúnaðarmála standi nokkurn veginn í stað miðað við verðlag þessa árs; verði 21.173 m.kr. árið 2024, 21.261 m.kr. árið 2025, 21.123 m.kr. árið 2026, 21.198 m.kr. árið 2027 og 21.173 m.kr. á árinu 2028.

Í kafla fjármálaáætlunarinnar um landbúnað, í málaflokki um stjórnun landbúnaðarmála, er áætlun um vaxtarþróun í garðyrkjunni. Þar er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til að framleiðsla á útiræktuðu grænmeti og ylræktuðu grænmeti muni aukast um 25 prósent frá síðasta ári til ársins 2028. Í útiræktun fari framleiðslan úr 1.170 tonnum í 1.460 tonn. Í ylræktinni fari framleiðslan úr 3.485 tonnum í 4.350 tonn. Strax á næsta ári á að skapa skilyrði til tíu prósenta vaxtar í þessum greinum á þessum tveimur árum.

Þá er gert ráð fyrir að skilyrði skapist til að auka hlutfall á lífrænt vottuðu landbúnaðarlandi, þannig að það verði komið í átta prósent árið 2028, úr minna en einu prósenti á síðasta ári. Það markmið er í takti við tillögur sem nýverið var skilað til matvælaráðherra um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Gert er ráð fyrir að strax á næsta ári verði hlutfallið komið í tvö prósent.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...