Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 10. október 2022

Skilaboðaskjóðan sett á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ævintýri Skilaboðaskjóðunnar þekkja margir, en hana hafa margir kynnst, bæði í formi bókar Þorvaldar Þorsteinssonar sem útgefin var árið 1986 en líka á sviðum leikhúsanna, þá helst sem vinsælum söngleik.

Þorgrímur Svavar Runólfsson, eða Stóri dvergur, Kristín Björg Emanúelsdóttir í hlutverki Mjallhvítar og Ásta Ólöf Jónsdóttir sem Dreitill skógardvergur.

Sagan segir frá þeim Putta og Möddumömmu, búsettum í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Putta verður rænt af nátttrölli sem sér fyrir sér að breyta honum í tröllabrúðu en íbúar skógarins sameinast þá um að bjarga honum fyrir sólsetur, sem er eins og vitað er, örlagaríkur tími.

Einhverjir vankantar eru á áætluninni þegar nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr. Þetta er spennandi og hjartfólgið ævintýri sem nú birtist á fjölunum í Miðgarði* og á erindi við bæði börn og fullorðna.

Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, eða Möddumamma, og Haraldur Már Rúnarsson sem Snigill njósnadvergur.

Leikarar eru þrettán talsins í 18 hlutverkum, en alls koma um 35 manns að sýningunni. Höfundur er, eins og áður sagði, Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur tónlistar Jóhann G. Jóhannsson og leikstjóri er Pétur Guðjónsson.

Miðasalan hófst 30. september (pantanir í síma 849-9434) og er einungis um fjórar sýningar að ræða svo panti nú hver sem betur getur!

Frumsýning miðvikudaginn 12. okt. kl.18:00 - Önnur sýning föstudaginn 14. okt. kl. 18:00 - Þriðja sýning laugardaginn 15. okt. kl. 14:00 og svo lokasýning sunnudaginn 16. okt. kl. 14:00.

*(Leikfélagið þurfti að gera breytingu á sýningarstað vegna framkvæmda í Bifröst og verður því, að þessu sinni, sýnt í Miðgarði í Varmahlíð)

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...