Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjaldan hef ég skemmt mér svona vel í prufuakstri.
Sjaldan hef ég skemmt mér svona vel í prufuakstri.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 5. september 2018

Skemmtilegt leiktæki með frábæra aksturseiginleika

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Einu sinni á ári leyfi ég mér að taka leiktæki og prófa mér og öðrum til skemmtunar og skrifa um þau hér í blaðinu. Mér var boðið í prufuakstur á grindarbíl sem oftast gengur undir nafninu „buggybíll“ og heitir Arctic Cat Textron Off Road.
 
Prufuaksturinn fór fram í æfingabraut Vélhjólaíþrótta­klúbbsins undir Draugahlíð þar sem ég hitti sölumann Arcticsport og var ákveðið að byrja í lítilli og þröngri braut sem ætluð er fyrir byrjendur í motocrossíþróttinni.
 
Í fyrstu fór ég rólega af stað og tók lítið á bílnum, en smám saman jók ég hraðann. Það var hreint með ólíkindum hvað bíllinn var stöðugur í ósléttri brautinni og þrátt fyrir að ég teldi mig vera kominn að þolmörkum bílsins í hraða var hann enn stöðugur og haggaðist ekki í holunum og stýrði öruggt út úr öllum beygjum.
 
Aldrei keyrt nokkurt ökutæki með aðra eins fjöðrun
 
Aldrei hef ég ekið öðru eins snilldartæki, fjöðrunin er alveg mögnuð enda hönnuð af kappakstursmanninum Robby Gordon, sem er goðsögn í eyðimerkurkeppnum á borð við Dakar og Baja. 
Bæði fram og aftur­fjöðrun eru yfir 45 cm á hvert hjól og afturfjöðrunin minnir einna helst á aftur­gaffal á mótor­­hjóli sem erfitt er að lýsa í orðum á prenti. Bíllinn er á 15 tommu felgum og eru dekkin há og mjó sem gefa góða fjöðrun í viðbót við langa fjöðrun bílsins.
 
Vélarstærð, drif og hleðslugeta
  • Vélin er 1000 cc. og er gefin upp 125 hestöfl, en í bekk hefur þessi vél verið mæld á bilinu 136  til 138 hestöfl. 
  • Bíllinn er reimdrifinn (svipað og vélsleðar) og getur reimin enst allt að 200.000 km, drifið og öxlar út í hjól eru hönnuð til að þola kraftaukningu upp í 270 hestöfl.
  • Hámarksburður bílsins er 331 kg, en aftan á bílnum er lítil farang­urs­­geymsla sem má bera 136 kg.
  • Verðið á bílnum er 3.990.000.
 
Ég var greinilega huglaus í mínum akstri miðað við akstur sölumannsins
 
Að loknum mínum prufuakstri tók sölumaður Arcticsport, Guðmundur Bragason, nokkra hringi á bílnum svo að ég gæti tekið myndir af bílnum. Miðað við akstur hans var greinilegt að ég er of huglaus í að beita bílnum að þolmörkum, að horfa á akstur hans í brautinni er greinilegt að með meiri kjark og þor er hægt að keyra þennan bíl töluvert hraðar en mitt hjarta hefur þor til.
 
Allar nánari upplýsingar um bílinn má nálgast hjá Guðmundi, sölumanni Articsport, eða á vefslóðinni www.arcticsport.is.

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...