Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rekstur Búvís verður áfram að mestu í óbreyttri mynd. Bræðurnir Einar (t.v.) og Gunnar (t.h.) hafa rekið fyrirtækið frá stofnun 2006.
Rekstur Búvís verður áfram að mestu í óbreyttri mynd. Bræðurnir Einar (t.v.) og Gunnar (t.h.) hafa rekið fyrirtækið frá stofnun 2006.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin hafa verið öflug í sölu tilbúins áburðar, rúlluplasti og rekstrarvörum.

Búvís er í eigu bræðranna Einars Guðmundssonar og Gunnars Guð­ mundarsonar. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2006 og hafa rekið síðan þá. Einar, framkvæmdastjóri Búvís, segir helstu ástæðuna fyrir sölunni vera þá að bræðurnir séu komnir af léttasta skeiði. Einar er 62 ára og er Gunnar tveimur árum yngri. Jafnframt finnst þeim Skeljungur hafa svipaða framtíðarsýn og þeir varðandi Búvís.

Einar reiknar með að salan gangi í gegn fljótlega, en hún sé háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hann á ekki von á öðru en það gangi í gegn þar sem samanlögð markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sé ekki yfir mörkum.

Aðspurður telur Einar að Búvís hafi verið með átján til tuttugu og tveggja prósenta markaðshlutdeild á tilbúnum áburði, sem sé svipuð hlutdeild og Skeljungur hafi náð.

Búvís hefur flutt sinn áburð frá Eistlandi á meðan áburðurinn hjá Skeljungi kemur frá Bretlandseyjum. Hann gerir ráð fyrir að Skeljungur haldi áfram áburðarsölu undir merkjum Búvís.

Búvís rekur verslun á Akureyri og starfa sex starfsmenn hjá fyrirtækinu. Auk rekstrarvara selur Búvís hey­ og jarðvinnutæki, áburðardreifara, vagna og ýmislegt annað. Einar telur Skeljung hafa alla burði til að efla Búvís, en til standi að reka fyrirtækið að mestu í óbreyttri mynd. „Skeljungur er með öflugt og sterkt fyrirtæki og ég held að þeir hafi alla burði til að gera þetta vel í framtíðinni,“ segir Einar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f