Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Mynd / TB
Fréttir 17. desember 2019

Skeggrætt við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur um Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Höfundur: Ritstjórn

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, er viðmælandi Áskels Þórissonar í nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Skeggrætt. Hafdís hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir tólf viðburðarík ár þar sem hún hefur ferðast víða og kynnst nemendum úr öllum heimshornum. Í viðtalinu segir hún m.a. frá starfsemi Landgræðsluskólans, gildi alþjóðlegrar samvinnu, áhrifum loftslagsbreytinga á landbótastarf og mikilvægi sjálfbærrar þróunar.

Landeyðing er ekki séríslenskt vandamál heldur alþjóðlegt. Vítt og breytt um heiminn þarf fólk að heyja sömu baráttuna í umhverfismálum, vegna sandfoks, ofbeitar, námavinnslu og fleira. Uppbygging þekkingar og samvinna þjóða heims er lykillinn að því að berjast fyrir sjálfbærri framtíð að mati Hafdísar Hönnu.

Sambúð manns og náttúru

Sambúð manns og náttúru er að mörgu leyti stormasöm og í umræðu um loftslagsmál og ósjálfbæra nýtingu auðlinda er ekki alltaf ástæða til bjartsýni. Í þættinum er Hafdís Hanna meðal annars spurð að því hvort mannskepnan geti yfirleitt lifað í sátt við náttúruna.

 „Ég ætla bara að trúa því, er svo bjartsýn að eðlisfari. Við erum auðvitað hluti af náttúrunni og eigum ekki að taka manninn sérstaklega út fyrir sviga. Við tölum oft um vistkerfisþjónustu, hvort sem það eru skógar, votlendi, graslendi, vötn eða hvað sem er. Við erum algjörlega háð þeirri þjónustu sem þessi vistkerfi eru að veita okkur. Þarna fáum við efnivið í húsbyggingar, í fötin okkar, hreint vatn og hreinan jarðveg. Maturinn sem við ræktum í moldinni eða lyf sem við vinnum.“ Hún segir að við séum algjörlega háð náttúrunni og gæðum hennar sem við megum ekki taka sem sjálfsögðum hlut.  „Við þurfum virkilega að hugsa okkar gang.“


Áskell Þórisson er fyrrum ritstjóri Bændablaðsins og hefur m.a. unnið sem útgáfustjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann starfar hjá Landgræðslunni í dag sem kynningar- og upplýsingafulltrúi.

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni

Áskell Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Bændablaðsins, mun í þáttunum skeggræða við viðmælendur um umhverfismál í víðu samhengi. Þættirnir eru teknir upp hjá Bændablaðinu og verða birtir inni á bbl.is. Þeir verða aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum í fyllingu tímans.

Hægt er að hlusta á Skeggrætt í spilaranum hér undir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f