Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á netinu.

Þær skipta líklega tugum milljóna á ótal vefsíðum. Langoftast eru þær á þá leið að annaðhvort hvítur eða svartur á leik og á að geta mátað í 2–4 leikjum. Stundum er lausnin ekki á þann veg að skákin endi með máti, heldur næst fram liðsvinningar hjá andstæðingnum, sem ætti að leiða til sigurs síðar í skákinni.

Styrkleiki þrautanna er misjafn. Sumar þeirra eru „léttar“ en aðrar teljast í þyngri kantinum og svo eru mjög erfiðar þrautir til, sem jafnvel sterkir skákmenn eiga í erfiðleikum með að leysa. Mjög algengt er að upphafsstaðan í skákþrautum sé á þann veg að sá sem á að vinna skákina (þrautina) er með tapaða stöðu á borðinu og jafnvel þannig að andstæðingurinn eigi mát í einum leik. Mjög algengt er að fórn á manni í fyrsta leik sé rétta lausnin og jafnvel þó svo að það sé drottning. 

Þrautin í dag telst vera í léttari kantinum og dæmigerð þraut þar sem hvítur á leik og mátar í þremur leikjum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og vinnur í þriðja leik Hc5 + Ke4
Dxb7+ Kd4 (þvingað)
Dd5 Mát!
(Kóngurinn hefði getað farið á d4 í sínum fyrsta leik en þá átti hvítur mát í tveim leikum)

Hér er annað dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.lichess.org.

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...