Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Líf og starf 23. ágúst 2024

Skákblinda

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðingum sem setur mann í klemmu.

Það getur verið verulega svekkjandi þegar maður fær á sig mjög sterkan leik frá sínum andstæðingi sem maður sá ekki fyrir.

Stundum er leikurinn það góður að maður getur gefið skákina strax. Allir skákmenn hafa fengið svona leiki á sig á ferlinu og er það alltaf jafn svekkjandi þegar maður áttar sig á að oftast var hægt að redda sér út úr þessu hefði maður leikið öðrum leik næst á undan.

Undirritaður tefldi við Rúnar Ísleifsson, skógarvörð á Vöglum í Fnjóskadal árið 2020 í meistaramóti Goðans það ár. Þetta var úrslitaskák um titilinn og því mikið undir. Skákin var í jafnvægi þar til í 24. leik. Þá lék Rúnar góðum leik sem hann hafði undirbúið í leiknum þar á undan, sem undirritaður sá ekki og gerði út um skákina.

Hermann Aðalsteinsson hvítt. Rúnar Ísleifsson svart. Svartur á leik. 24......De2 !!. Báðir hrókar hvíts í uppnámi og ekki hægt að bjarga nema öðrum. Að lenda hrók undir var vonlaust til árangurs og því gaf undirritaður skákina tveim leikjum síðar.

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...