Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur
Mynd / Bbl
Fréttir 29. maí 2019

Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sex sveitarfélög eða svæði á landinu eru áberandi stærst í sauðfjárræktinni og öll með yfir 20 þúsund vetrarfóðraðar kindur, samkvæmt ársskýrslu MAST og haustskýrslum Búnaðarstofu. Þá eru fimm sveitarfélög til viðbótar sem eru með meira en 10 þúsund fjár í fóðrun yfir veturinn.  
 
Alls voru 378.191 vetrafóðruð kind skráð í haustskýrslum Búnaðarstofu MAST 2018. Á bak við þann fjölda var skráð greiðslumark upp á 368.457 ærgildi. Hins vegar var heildarfjöldi sauðfjár í landinu samkvæmt gögnum MAST fyrir árið 2018 talinn vera 432.740.
 
Skagfirðingar öflugir í sauðfjárræktinni
 
Skagafjörður var öflugastur einstakra svæða í sauðfjárræktinni 2018 með 28.558 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 27.698 ærgildi. Í öðru sæti var Húnaþing vestra með 25.813 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 23.195 ærgildi. Í þriðja sæti var Húnavatnshreppur með 25.448 vetrarfóðraðar kindur og 22.020 ærgildi í greiðslumarki. Má því segja að Húnavatnssýslurnar samanlagðar séu í heild öflugasta sauðfjárræktarsvæði landsins.  
 
Fljótsdalshérað var í fjórða sæti með 24.786 vetrarfóðraðar kindur en með talsvert hærra greiðslumark, eða 26.928 ærgildi. Í fimmta sæti kom svo Dalabyggð með 24.572 vetrarfóðraðar kindur og 24.138 ærgildi í greiðslumark. Borgarbyggð var svo í sjötta sæti með 23.639 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 19.085 ærgildi.
 
Samkvæmt þessu er norð­vestan­vert landið frá Skagafirði í Borgarfjörð það svæði sem er helsta undirstaða sauðfjárræktarinnar í landinu. 
 
Fimm sveitarfélög með 10–15.000 fjár
 
Önnur öflug sveitarfélög í sauðfjárræktinni 2018 með yfir 10.000 fjár voru Ölfus með 14.721 vetrarfóðraða kind og greiðslumark upp á 14.423 ærgildi. Þá kom Norðurþing með 14.505 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Skaftárhreppur var með 13.791 vetrarfóðraða kind og 14.340 ærgildi í greiðslumark. Næst kom Hornafjörður með 13.811 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 12.779 ærgildi. Rangárþing eystra var svo rétt yfir 10.000 kinda markinu með 10.324 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Til gamans má geta þess að Rangárþing vestra var þar skammt undan með 9.224 vetrarfóðraðar kindur en mun lægra greiðslumark, eða 6.319 ærgildi. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...