Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Sigursveinsson landfræðingur.
Sigurður Sigursveinsson landfræðingur.
Mynd / MHH
Fréttir 8. júní 2016

Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur og Rangárþing eystra sameinist

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hugmynd er nú uppi um að sameina þrjú sveitarfélög á Suðurlandi.
 
„Ég er nú að leggja þetta til sem einstaklingur, reyndar skrifaði ég undir erindið Sigurður Sigursveinsson landfræðingur. 
 
Tilefnið er nú kannski vinna mín við Kötlu jarðvang (Katla Geopark). Þó að hann sé formlega séð sjálfseignarstofnun þá er hann núna í rauninni rekinn að mestu leyti af sveitarfélögunum þremur, en Háskólafélagið hafði fram að því verið í því hlutverki, m.a. með IPA-styrknum frá Evrópusambandinu. 
Jarðvangurinn var öðrum þræði byggðaþróunarverkefni á sínum tíma þar sem sérstæð jarðfræði svæðisins var dregin fram með það að markmiði að fjölga heilsársstörfum í ferðaþjónustunni og snúa þannig við neikvæðri íbúaþróun og endurnýja samfélögin,“ segir Sigurður Sigursveinsson, Mýrdælingur og framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. Hann hefur ritað Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra bréf þar sem hann leggur til að þessi þrjú sveitarfélög sameinist.
 
Sveitarfélögin þrjú eiga jarðvanginn 
 
 Sigurður segir að markmiðið með að fjölga störfum hafi náðst miklu fyrr en nokkurn grunaði og atvinnulífið blómstri en mikilvægi jarðvangsins nú felst ekki síst í því að vinna að því að auðlindin sjálf láti ekki á sjá við stóraukinn ferðamannastraum. „Íslendingar hafa enn ekki orðið samstiga varðandi það verk­efni hvernig standa eigi vörð um íslenskar náttúruperlur þegar ferðamönnum fjölgar gríðarlega frá ári til árs. Sveitarfélögin þrjú á miðsvæði Suðurlands eiga nú jarðvanginn sem mikilvægt verkfæri til að taka hér frumkvæði. Nú þegar eru sársaukafullu sameiningarnar að baki þegar núverandi sveitarfélög urðu til með tilheyrandi lokun skóla o.þ.h.  Sameining nú væri fyrst og fremst aðgerð til að samhæfa kraftana, t.d. í þágu jarðvangsins, en hann fékk alþjóðlega vottun til einungis tveggja ára í fyrra og þarf aftur að gangast undir kröfuharða úttekt á næsta ári,“ segir Sigurður.
 Eitt þriggja kjarnasvæða ferðaþjónustunnar
 
Markaðsstofa Suðurlands hefur skilgreint umrædd sveitarfélög sem eitt þriggja kjarnasvæða ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Sigurður segir því að það séu ótvíræð sóknarfæri í sameinuðu sveitarfélagi með markvissri uppbyggingu innviða. Þannig getur svæðið áfram tekið á móti sívaxandi fjölda erlendra gesta án þess að gangi á auðlindir svæðisins um leið og það viðheldur aðdráttarafli þess.
 
Fleiri sameiningar?
 
En hefur Sigurður velt fyrir sér fleiri sameiningum á Suðurlandi? „Nei, ég  hef nú ekki mikið velt fyrir mér öðrum sameiningarkostum sveitarfélaga. Ákvað að miða þessar tillögur við þessi þrjú sveitarfélög. Einhverjir spyrja kannski af hverju Rangárþing ytra og Ásahreppur séu ekki með, þá væru þetta gömlu sýslurnar tvær (Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla), en Ásahreppur er nú þegar í samstarfi við uppsveitir Árnessýslu, og það mun væntanlega aukast með nýrri brú yfir Þjórsá samfara virkjun, og þá hafa Rangárþing ytra og Ásahreppur nýlega stofnað til fjölþætts samstarfs um hina ýmsu málaflokka. Held því að betra sé að líta á hin sveitarfélögin þrjú sem eina heild, a.m.k. til að byrja með. Eystri-Rangá og Skeiðarársandur afmarka því svæðið frá vestri til austurs.“ 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...