Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fuglaflensa hefur greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri.
Fuglaflensa hefur greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri.
Mynd / Pixabay
Fréttir 23. október 2025

Skæð H5N5 greinist í refum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fuglaflensa hefur nú greinst í refum við Keflavíkurflugvöll og á Þingeyri.

Skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5 sem greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september sl. og í fuglum og spendýrum hérlendis síðasta vetur, hefur nú greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri. Óvissustig er í gildi vegna aukinnar smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi frá villtum fuglum.

Skætt afbrigði fuglainflúensuveiru H5N5 greindist fyrst í spendýrum hérlendis síðastliðinn vetur í heimilisköttum, einum mink og einum ref, dreift víða um land. Þetta afbrigði hefur einnig greinst í villtum spendýrum í öðrum löndum á norðurhveli þar sem villtir fuglar hafa verið sýktir af sama afbrigði H5N5.

Matvælastofnun hvetur fuglaeigendur til að tryggja öflugar sóttvarnir til að draga úr líkum á að smit berist frá villtum fuglum í fuglahópa í haldi. Mikilvægt er að sýna aðgát og fylgjast með heilsufari fugla í haldi. Tilkynna skal tafarlaust til Matvælastofnunar ef grunur vaknar um óvenjuleg veikindi eða dauðsföll meðal fugla.

Almenningur er beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Allar tilkynningar eru skráðar og eru aðgengilegar í mælaborði um fuglainflúensu, en þar má einnig finna upplýsingar um greiningar á fuglainflúensu í villtum fuglum og spendýrum.

Skylt efni: fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...