Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Mynd / Icelandic Lamb
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á sápum eru meðal verkefna sem hlutu stuðning úr markaðssjóði sauðfjárafurða árið 2024.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandic lamb að sjö verkefni hafi hlotið stuðning en ellefu umsóknir bárust sjóðnum frá níu umsækjendum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

Austan Vatna. Umsókn um fullnýtingu ærkjöts í eigin heimavinnslu seldar í gegnum veisluþjónustu framleiðenda og í smásölu.

Fine Foods. Umsókn um vöruþróun þar sem ærkjöt og þang mætast í einni og sömu vörunni sem þoli geymslu við stofuhita.

Syðra-Holt. Sauðaostaframleiðsla þar sem þegar er stunduð ræktun grænmetis og matvælaframleiðsla.

Fjár-sjóður. Um miðlun fróðleiks til skólabarna um íslenskan landbúnað. Markmið að fræða börn um sérstöðu íslensks landbúnaðar á skilvirkan hátt á grunni núverandi skólakerfis – án þess að krefjast mikillar fyrirhafnar kennarans eða mikils fjármagns frá skólum.

Riduvarnir.is. Upplýsingar um riðu og varnir gegn henni frá hinum ýmsu stofnunum teknar saman til birtingar á einni heimasíðu sem uppfærist í takt við nýjar upplýsingar.

Sillukot – Sælusápur. Markaðssetning á nýjum fljótandi og föstum hand- og líkamssápum sem eru framleiddar úr kindatólg til að koma nýjum afurðum úr kindatólg á markað.

Úr sveitinni. Markmið verkefnisins er að skapa aukinn virðisauka úr verðlitlu ærkjöti, skjóta þannig styrkari stoðum undir tekjuöflun og bæta afkomu framleiðslu umsækjanda.

Markaðssjóður sauðfjárafurða er vistaður hjá Icelandic Lamb og starfar samkvæmt samningi um „aukið virði sauðfjárafurða“ við matvælaráðuneytið. Sjóðurinn úthlutar 10 milljónum króna árlega

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...