Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur til Embluverðlaunanna fyrir starf sitt við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir.
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur til Embluverðlaunanna fyrir starf sitt við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir.
Mynd / Bbl
Fréttir 2. maí 2019

Sjö tilnefndir til Embluverðlaunanna

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Norrænu Emblu-matarverðlaunin verða afhent í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá 7 keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Auglýst var eftir tilnefningum á öllum Norðurlöndunum og alls bárust 320 tilnefningar, þar af rúmlega 50 hér á Íslandi.

Embluverðlaunin voru fyrst veitt í Kaupmannahöfn árið 2017. Þau eru norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni matarmenningu.

Íslensku tilnefningarnar til Embluverðlaunanna eru eftirfarandi:

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019

Rjómabúið á Erpsstöðum. Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: Facebook

 

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019

Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.is

 

Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019

Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvid

 

Miðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.is

 

Mataráfangastaður Norðurlanda 2019

Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og býður upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.is

 

Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019

Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.is

 

Embluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019

Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.is

 

Dómnefnd kemur saman 31. maí

Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu.

Verðlaunin sjálf verða veitt í Hörpu í Reykjavík í samvinnu við Norrænu kokkasamtökin sem halda ársþing sitt á sama tíma í höfuðstaðnum.

Norræn bændasamtök halda Embluverðlaunahátíðina

Embluverðlaunin eru haldin af norrænum bændasamtökum með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. Bændasamtök Íslands sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár en þau eru veitt á tveggja ára fresti.

Upplýsingar um alla þá 48 aðila, sem eru tilnefndir til Embluverðlaunanna frá öllum Norðurlandaþjóðunum, er að finna á vefsíðunni www.emblafoodawards.com

Nánar verður fjallað um þá sem tilnefndir eru til Embluverðlaunanna í næstu Bændablöðum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...