Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tjón er aðallega af völdum álfta og grágæsa á Íslandi.
Tjón er aðallega af völdum álfta og grágæsa á Íslandi.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. mars 2015

Sjö prósent spilda urðu fyrir altjóni af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh
Bændur tilkynntu um tjón á um 2.400 hekturum í ræktarlöndum sínum af völdum álfta og gæsa á síðasta ári, í yfir 200 tjónatilkynningum. Í niðurstöðum kemur það meðal annars í ljós  að í um sjö prósenta tilvika er um altjón að ræða af þeim spildum sem tilkynnt var um var.
 
Bændatorgið, rafræn upplýsingagátt Bænda­samtaka Íslands, var nýtt í þeim tilgangi að ná  til bænda og auðvelda þeim skráningu á tjónum í þeirra löndum. 
 
Síðasta vor hófu Bændasamtök Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið samstarf um skipulagða vinnu við kortlagningu á tjóni í ræktarlöndum bænda af völdum gæsa og álfta, en það kemur í framhaldi af ályktun Búnaðarþings 2014 sem fór fram á að farið yrði af stað í slíka vinnu. Á grundvelli þeirra gagna yrði svo ákveðið hvort heimildarákvæði yrði sett í lög um tímabundna skotveiði á álft og gæs í tilraunaskyni á ræktarlöndum bænda.
 
Jón Baldur Lorange, forstöðumaður Búnaðarstofu, hefur unnið að þessu verkefni í teymi með fulltrúum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskólans. Hann segir að þrátt fyrir að seint hafi verið farið af stað með skráningu þá liggi fyrir niðurstöður sem nýtist til að leggja mat á vandann. Hann segir að tilkynningar hafi borist um tjón á um 130 jörðum. Í um sjö prósent tilvika er um altjón að ræða, það er að viðkomandi akur er allur eyðilagður. Tilkynnt altjón eða verulegt tjón skiptist nokkuð jafnt eftir ræktun, það er þar sem var ræktað gras, grænfóður eða korn. Í um 30 prósenta tilvika er tjónið 25–50 prósent af akrinum. Flestar tilkynningar voru skráðar á Suðurlandi, eða um 40 prósent allra tilkynninga sem voru skráðar á Bændatorginu. 
 
Álftir og grágæsir skaðvaldarnir
 
Að sögn Jóns Baldurs er tjónið aðallega af völdum álfta og grágæsa samkvæmt gögnum bænda, sem búnaðarsambönd yfirfóru, og þar á eftir kemur heiðagæsin. Aðrar gæsategundir eins og blésgæs, margæs og helsingi láta minna að sér kveða. Þá virðist vera mest tjón þar sem er mýrarjarðvegur.  
 
Algengast er að bændur reki fuglinn úr túnum til að bregðast við vandanum, en næstmest er notkun á fuglahræðum. Þegar bændur eru beðnir um að meta hvaða orsakavaldar eru fyrir tjóni fuglanna kemur á daginn að mesta tjón er vegna kornáts í ökrunum, eða í 44 prósenta tilvika, en einungis bæling er talin vera um þrjú prósent af tjóninu.  Þá kemur í ljós að mesta tjónið er á ökrum sem standa nálægt vatni. Mun minna er um tjón á túnum en í kornökrum. 
 
Jón Baldur fundaði með Náttúrufræðistofnun í síðasta mánuði í þeim tilgangi að fara yfir þá aðferðafræði og gögn sem liggja nú þegar fyrir. ,,Fundurinn var jákvæður og hafa sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar áhuga á að geta birt gögnin í þeim öflugu landupplýsingakerfum sem þeir hafa yfir að ráða og bera gögnin saman við þá gagnagrunna sem stofnunin hefur byggt upp. Það er mikill fengur fyrir verkefnið að hafa aðgang að sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar, sem búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði,“ segir Jón Baldur. Hann segir að áfram verði opið fyrir rafræna skráningu bænda á Bændatorginu. Það sé síðan í höndum stjórnvalda að vinna  aðgerðaráætlun til að bregðast við vandanum svo unnt verði að rækta áfram korn  á Íslandi á þeim svæðum sem verst koma út úr þessu. Það sé mikið hagsmunamál fyrir bændur, og landbúnað á Íslandi – og þar með neytendur – að hér verði ræktað korn í enn meiri mæli en nú er.  
 
Samstarfsaðilar að þessu verkefni ætla að boða til opins fundar á næstunni til að kynna niðurstöður, kalla eftir sjónarmiðum og ræða um framhaldið. 

Skylt efni: álftir og gæsir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...