Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu
Mynd / Orri Árnason
Fréttir 24. nóvember 2020

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Unnið er að útfærslu og fjármögnun á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. 

Það er Þróunarfélagið Reykir ehf. sem stendur að framkvæmdinni en ferli undirbúnings, vinnsla umhverfisskýrslu og skipulagsferlis hefur tekið rúm fjögur ár. Af hálfu Þróunarfélagsins er vöktun á lífríki í og við Brúará afar mikilvæg til að tryggja lífríki svæðisins. Vatnshelgunarlína liggur 100 metra frá árbakka. Baðlón verða útbúin með fullkomnum hreinsibúnaði til að uppfylla skilyrði reglugerðar og frárennsli verður meðhöndlað miðað við  ítrustu kröfur. Efri-Reykir eru á milli Laugarvatns og Úthlíðar og þar er afar gjöful borhola sem tekin var í notkun árið 1988 og fóðrar m.a.  Hlíðarveitu. Borholan gefur af sér 45–50 lítra á sek. af 145 °C heitu vatni og er með öflugri heitavatnsholum á lághitasvæði á landinu. Þrátt fyrir það eru áform um að boruð verði viðbótarhola fyrir frekari orkuvinnslu á svæðinu.

7 milljarða króna verkefni

Upphafleg áform voru um að byggja tvö stór baðlón,  þjónustubyggingu og 100 herbergja hótel, aðstöðuhús fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins í 200 herbergi.  Hámarks byggingarmagn hótels- og þjónustubyggingar verður 15.000 m2 en endanleg útfærsla og stærð hefur ekki verið ákveðin. Hugmyndirnar voru fyrst kynntar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar árið 2016 en nýlega var samþykkt að gera ráð fyrir þeim í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Verkís hefur séð um undirbúning og  útfærslu verkefnisins sem og alla vinnu við umhverfismál og gerð umhverfisskýrslu fyrir Þróunarfélagið.

Arkitekt er Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum. „Á þessu stigi i COVID-faraldri er ekkert hægt að fullyrða um það hvenær framkvæmdir gætu hafist eða þeim verði lokið. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upphaflega á 7 milljarða króna en mun væntanlega taka  einhverjum breytingum,“ segir Orri, arkitekt verkefnisins. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...