Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
KIA Sorento 31 tommu breyttur.
KIA Sorento 31 tommu breyttur.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 7. júní 2022

Sjö manna KIA Sorento með 7 ára ábyrgð

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Ég hef verið svolítið mikið að prófa rafmagnsbíla undanfarin blöð og var ég spurður út í hvort ekki væri kominn tími á að prófa fjölskyldubíl til ferðalaga sem getur dregið hjólhýsi. Fyrir valinu varð KIA Sorento, örlítið breyttur til að keyra hefðbundna malarvegi og betri fjallvegi.

Margir gera kröfur um getu bíla

Þessi KIA Sorento sem ég prófaði er breyttur bíll, upphækkaður úr að lægsti punktur bílsins fór úr 18 cm í 22 cm, á 31 tommu dekkjum og fyrir vikið er hann með hærri dekk sem gefa góða fjöðrun og er bíllinn afar þægilegur í akstri á malarvegum. Dráttargeta bílsins er 2500 kg (miðað við að aftanívagn sé með bremsubúnaði). Vélin er 2,2 CRDi dísilvél sem á að skila 202 hestöflum, skiptingin er 8 þrepa og nánast stiglaus. Uppgefin meðaleyðsla í blönduðum akstri eru 6,5 lítrar af dísil á hundraðið (á þeim 111 km sem ég ók sagði aksturstölvan að ég hefði verið að eyða 8,9 lítrum á hundraðið og var ég mest innanbæjar).

Að öllu þessu ofantöldu finnst mér þetta vera fullkominn bíll til ferðalaga, kraftmikill, dráttargeta góð, fjöðrun á vondum vegum fín og eyðir ekki miklu.

Miðað við gróf dekk og stóra dísilvél er þetta ágætis mæling á hávaða inni í bíl á 90.

Prufuaksturinn

Eins og með alla bíla þá byrjaði ég á að hávaðamæla bílinn á 90. Þegar ég var að ná 90 km hraða fór hávaðinn upp undir 75db, en þegar ég var komin í jafna keyrslu á 90 í efsta þrepi mældist hávaðinn inni í bílnum nokkuð stöðugur á bilinu 69-70db.

Akreinalesarinn var að virka fínt og blindhornsvarinn varaði með hljóðmerki við hættu frá hlið.

Næst tók ég innanbæjarrúnt og skemmda malbikið sem ég hef kvartað undan á þungum rafmagnsbílum undanfarið var allt í einu horfið nema stærstu holurnar og ójöfnurnar sem náðu að lemja fjöðrunina upp.

Bíllinn var lipur í umferðinni á öllum stillingunum á skipting­unni, en í boði er að keyra í fjórum mismunandi stillingum, comfort, eco, sport og smart. Skemmtilegastur fannst mér bíllinn í sport-stillingunni, en þá sýndi líka aksturstölvan töluvert meiri eyðslu.

Á lausum malarvegi var ég ánægður með stöðuleika bílsins og fjöðrun góð. Á grófum og holóttum malarslóða fannst mér bíllinn mjög góður, miklu betri en ég hafði fyrirfram ímyndað mér.

Fjöðrunin var góð og mjúk á þessum grófa vegi og mjög lítið malarvegahljóð undir bílnum.

Rúmgóður og þægilegur í 5 sætum af 7

Sætin í fremstu tveim sætaröðunum eru mjög þægileg og þá sérstaklega fremstu tvö, en í öftustu tveimur fannst mér ég vera of krepptur og myndi halda að þau væru varla fyrir hærra fólk en 150 cm. Víða eru USB tenglar í bílnum til að hlaða síma og einnig úrtak fyrir 12 volta rafmagn. Geymsluhólf eru mörg og hólf fyrir drykkjarföng handa öllum farþegum nema þeim sem er í miðjunni í miðsætaröðinni.

Farangursrýmið er stórt (sérstak­lega ef öftustu tvö sætin eru ekki í notkun). Varadekk er það sem ég kalla aumingi og er staðsett undir bílnum aftast.
Til að maður sé löglegur í akstri þarf að kveikja ljósin, en það er í lagi að hafa ljósatakkann alltaf kveiktan því að eftir að bílnum er læst þá slekkur hann ljósin sjálfkrafa eftir um 10 sek.

Það var komið myrkur þegar ég skilaði bílnum, en bakkmyndavélin var björt og skýr.

Verð og verð á breytingu

Fjórar mismunandi gerðir eru af KIA Sorento, Style, Luxury, Luxury plus og GT-Line. Verð er frá 9.290.777 upp í 10.990.777. Bíllinn sem ég prófaði nefnist KIA Sorento Arctic Edition og er sérbreyttur fyrir íslenskar aðstæður.

Verð á þessari breytingu er ekki nema 470.000 og að mínu mati er breytingin hverrar krónu virði.

Meira veggrip, mýkri akstur og aukið flot fyrir akstur í snjó og sandi.

Helstu mál og upplýsingar:

Hæð 1.840 mm
Breidd 1.900 mm
Lengd 4.810 mm

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f