Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2024

Sjö ARR-kindur finnast í Miðdölum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sjö kindur í Miðdölum í Dalabyggð hafa fundist til viðbótar sem bera genasamsætuna ARR.

Tvær kindur eru staðsettar á bænum Háafelli og þrjár í Geirshlíð. Nýjustu tíðindi eru svo af tveimur á Sauðafelli.

Fundurinn kemur í kjölfar þess að í janúar var staðfest að ær og lambhrútur á bænum Vífilsdal í Dölum væru með þessa fágætu genasamsætu, sem þótti mikill happafengur fyrir ræktunarstarfið fram undan með verndandi arfgerðir. Hafist var handa við arfgerða­ greiningar á hjörðum í Vífilsdal og á fimm öðrum bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML, segir að í Geirshlíð sé um að ræða þrjár ær, tvær af þeim eru svargolsóttar, önnur hyrnd en hin kollótt.

Þriðja ærin í Geirshlíð sé hvít að lit, hyrnd og er hún sammæðra þeirri golsóttu hyrndu. Hann segir að á Háafelli séu báðar ærnar hyrndar og hvítar að lit. Nýjustu tíðindin eru sem fyrr segir frá Sauðfelli. Eyþór segir að þessar tvær ær á Sauðfelli séu mæðgur. „Þær eru báðar hyrndar og golsóttar á lit. Golsi 02­346 frá Háafelli er á bak við þær og tengir saman allar ARR­ær sem við höfum fundið til þessa í Dölum,“ segir hann.

Skylt efni: ARR genasamsætan

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...