Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Mynd / Sjávarklasinn
Fréttir 26. ágúst 2020

Sjávarakademían er nýtt nám á framhaldsskólastigi

Höfundur: smh
Á vegum Sjávarklasans og Fisk­tækniskóla Íslands verður boðið upp á nýtt nám á framhaldsskólastigi í haust sem kallast Sjávarakademían. Þar mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins. 
 
„Í náminu gefst nemendum kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins.  Kennsla fer einnig fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. 
 
Byggt á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands
 
Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu, en þar að auki verður lögð mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja,“ segir Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum.  Námið ætti að höfða til fólks sem stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins, sem hefur áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni,“ bætir Sara Björk við.„Þetta verður fyrsta önnin okkar, við vorum með fjögurra vikna sumarnámskeið í sumar sem gekk ótrúlega vel, það var svona inngangur í námið. Sambærilegt nám hefur ekki verið í boði áður á framhaldsskólastigi. Námið stendur yfir í eina haustönn, er einingabært til framhaldsskóla og gefur 30 einingar,“ bætir Sara Björk við.
 
Haustönn Sjávarakademíunnar hefst 14. september og er um­sóknar­frestur til 7. september. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...