Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fjöldi fólks hefur nýtt sér tækifærið í Bæjarsveit til sjálftínslu, gegn vægu gjaldi. Hálmurinn heldur gulrótagarðinum frostfríum.
Fjöldi fólks hefur nýtt sér tækifærið í Bæjarsveit til sjálftínslu, gegn vægu gjaldi. Hálmurinn heldur gulrótagarðinum frostfríum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 15. október 2025

Sjálftínsla í Bæjarsveit

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Bæjarsveit í Borgarfirði hefur ungur bóndi boðið fólki upp á að koma til sín á akurinn og tína beint upp úr honum kartöflur og gulrætur, gegn vægu gjaldi.

Bóndinn heitir Jón Björn Blöndal, en hann stundar búskap með föður sínum, Eiríki Blöndal, fyrrverandi framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, í Langholti í Bæjarsveit. „Við ræktum korn á um 80 hekturum, aðallega bygg en einnig hafra, rúg og olíunepju. Svo erum við líka með 200 vetrarfóðraðar kindur.“

Jón Björn Blöndal, bóndi á Jaðri í Bæjarsveit í Borgarfirði. Mynd/aðsend
Góð aðsókn á akurinn

Jón Björn er útskrifaður búfræðingur og á sínu síðasta ári í búvísindanámi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segist alla tíð hafa haft áhuga á landbúnaði.

Jón Björn segir að fjöldi fólks hafi komið í þessi tvö skipti sem viðburðurinn hefur verið haldinn, en hann auglýsti hann sem „Sjálftínslu í Bæjarsveit“ á Facebook. Hann stefnir á að síðasti sjálftínsludagurinn þetta haustið verði sunnudaginn 26. október.

„Ég er með vél sem tekur upp kartöflurnar úr jörðinni og leggur þær á yfirborðið. Fólk skemmti sér vel og fjölskyldur áttu góða samverustund við uppskerustörf. Ég bauð svo upp á heitt kaffi og kakó við akurjaðarinn og þar skapaðist góð stemning,“ segir Jón Björn.

Ræktar í skjóli frá kornakri

„Ég rækta kartöflurnar og gulræturnar á landi sem er umkringt kornakri, en byggið veitir gott skjól og sumarið í ár var einstaklega gott til jarðræktar. Ég er að taka mín fyrstu skref í útiræktun á grænmeti, en á næsta ári langar mig að rækta fleiri tegundir, eins og rófur, blómkál, spergilkál og grænkál,“ segir Jón.

Víða í Evrópu þekkist þessi aðferð bænda til að tengjast neytendum milliliðalaust. Jón segir þessa leið frábæra, bæði fyrir sig sem ungan bónda og fyrir neytendur.

Hefur líka selt gulrætur í pakkningum

„Ég er einungis með litla pökkunaraðstöðu svo það er erfitt fyrir mig að koma vörunum á markað, en seldi þó pakkaðar kartöflur í verslunina Ljómalind í Borgarnesi, þangað til þær kláruðust. En síðan hef ég verið að selja pakkaðar gulrætur beint til fólks hingað og þangað,“ heldur Jón Björn áfram.

„Hins vegar á ég ekki upptökuvél fyrir gulræturnar en það eru dýr tæki og sjálfvirk pökkunaraðstaða er einnig dýr fjárfesting.“

Um helmingi lægra kílóverð

Jón Björn selur grænmetið af akrinum eftir vigt þegar fólk er búið að tína og segir kílóverðið vera um helmingi lægra en það er úti í búð.

„Ég ætla að halda aðra sjálftínslu sunnudaginn 26. október en að vísu bara í gulrótum, þar sem kartöflurnar kláruðust um daginn. Gulrætur geymast best í jörðinni en ég næ að halda jörðinni frostfrírri með því að dreifa þykku lagi af hálmi yfir gulrótargarðinn,“ segir Jón Björn að lokum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...