Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Fréttir 4. júlí 2022

Sjálfkeyrandi traktorar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2021 hóf þýski landbúnaðartækjaframleiðandinn Class samvinnu við hollenska nýsköpunarfyrirtækið AgXeed sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á sjálfkeyrandi landbúnaðartækjum undir heitinu AgBot.

Með þessu hyggst Claas, sem er risi á sviði landbúnaðartækja, auka fjárfestingar á sviði hinnar sjálfkeyrandi framtíðar og AgXeed hagnast á alþjóðlegu neti sölu- og þjónustuaðila Claas. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Claas sendi frá sér fyrir skemmstu.

Samningurinn hefur í för með sér að frá og með þessu sumri munu nokkrir sölu- og þjónustuaðilar Claas í Þýskalandi og Sviss bjóða bændum upp á vörur frá AgXeed. Bændum verður ekki einungis boðið upp á að kaupa tækin, heldur verður líka boðið upp á að taka tækin á leigu. Með því verður þröskuldurinn á því að komast í tæri við sjálfkeyrandi tæki lægri og AgXeed fær tækifæri til þess að stunda auknar prófanir á sínum tækjum við raunverulegar aðstæður.

AgXeed er þegar búið að setja á markað þrjú sjálfkeyrandi landbúnaðartæki. Fyrst kynntu þau sjálfkeyrandi beltatraktor með 154 hestafla vél árið 2020, síðan komu þau með sérhæft þriggja hjóla tæki fyrir vínrækt árið 2021.

Núna nýlega kynnti AgXeed 74 ha dráttarvél sem ekur um á fjórum hjólum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f