Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjálfgræðsla birkis á Skeiðarársandi
Mynd / Áskell Þórisson
Á faglegum nótum 25. september 2019

Sjálfgræðsla birkis á Skeiðarársandi

Höfundur: Landgræðslan
Birkiskógar eru okkar einu náttúrulegu skógar. Við landnám er talið að þá hafi verið að finna á um 25–30% landsins en nú þekja þeir aðeins um 1,5%. Landnýting mannsins, s.s. skógarhögg, kolagerð og búfjárbeit, olli hruni í þessum vistkerfum. Með minnkandi sauðfjár­beit og hlýnandi loftslagi hefur birki víða breiðst út. 
 
Endurheimt birkiskóga er mikilvægt verkefni og í aðgerða­áætlun stjórnvalda í loftslags­málum gegnir hún stóru hlutverki en í því sambandi er sjálfgræðsla birkis lykilþáttur. 
 
Sem gott dæmi um sjálfsgræðslu birkis má nefna Skeiðarársand sem hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og á nyrsta hluta hans er nú að vaxa upp birki á víðáttumiklu svæði þar sem áður var auðn. 
Starfsfólk Landgræðslunnar og Háskóla Íslands hefur rannsakað landnám birkis á svæðinu sl. tvo áratugi og auka þær rannsóknir enn frekar þekkingu okkar á því hvernig birki nemur land á lítt grónu landi.
 
Fyrstu birkiplönturnar námu land á sandinum í kringum 1990 og á ríflega aldarfjórðungi er útbreiðsla þess orðin yfir þrjú þúsund hektarar. Það er mikilvægt að skilja þessi náttúrulegu ferli og nýta þau til að efla sjálfgræðslu birkis. 
 
Með því að safna og dreifa birkifræi getur almenningur lagt sitt af mörkum til að klæða Ísland birkiskógi á nýjan leik.

Skylt efni: birkiskógar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...