Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Mynd / Gautavík
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, til sín nemendur úr Hallormsstaðaskóla til að kynna sér hampbúskapinn á bænum.

Hann hefur verið með námskeiðið sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi í Hallormsstaðaskóla frá haustinu 2020, en það er hluti af námi þar í sjálfbærni og sköpun.

Að sögn Pálma hefst námskeiðið á því að nemenda- og starfsmannahópurinn ver einum degi í Gautavík sem byrjar á fyrirlestri og umræðum um sögu og notagildi hamps. Eftir fyrirlesturinn fá nemendur leiðsögn um bæinn þar sem þeir skoða inni- og útiræktunina og það sem verið er að framleiða úr hampinum. Að því loknu fær hópurinn leiðbeiningar um hvernig eigi að uppskera hampinn; fá poka og byrja að tína. Hluta af uppskerunni taka nemendurnir með sér í skólann þar sem þeir skoða betur nýtingarmöguleikana, prófa sjálfir að rækta hamp innandyra og gera ýmis tilraunaverkefni um veturinn.

„Verkefnin hafa verið fjölbreytt og má nefna textíl, spónaplötur, pappír og bók úr hampi, snyrtivörur og matvæli eins og pasta, pestó og drykki sem þeir hafa kynnt að vori,“ segir Pálmi. „Tilgangurinn er að nemendur taki þessa þekkingu og reynslu með sér út í lífið eftir útskrift og markmiðið að fleiri sprotar vaxi í hampiðnaði hér á landi og stuðli þannig að aukinni sjálfbærni.“

Skylt efni: iðnaðarhampur | Hamprækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...