Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Starfsmenn Wärtsilä í Noregi fengu stórfyrirtæki eins og Equinor, Kværner, Aker Solutions, DFDS og skipaflutningsaðilinn Grieg Stars í Bergen til liðs við sig til að Zeeds gæti orðið að veruleika.
Starfsmenn Wärtsilä í Noregi fengu stórfyrirtæki eins og Equinor, Kværner, Aker Solutions, DFDS og skipaflutningsaðilinn Grieg Stars í Bergen til liðs við sig til að Zeeds gæti orðið að veruleika.
Mynd / Myndir / Wärtsilä
Fréttir 3. febrúar 2020

Sjálfbærari og umhverfisvænni skipaiðnaður

Höfundur: ehg - HM
Tækni til að koma í veg fyrir nokkra losun út í andrúmsloftið sem skaðlegt er fyrir umhverfið í skipaiðnaði er nú langt komið í þróun hjá nokkrum fyrirtækjum í Noregi. Starfsmenn fyrirtækisins Wärtsilä fóru af stað með hugmyndina, sem nefnist Zeeds, og fengu stóra aðila í lið með sér til að hanna vindmyllur sem væru staðsettar stutt frá framleiðslupalli þar sem losunarlaus orka yrði geymd til að nota í skipaiðnaði. 
 
Stórfyrirtækin Equinor, Kværner, Aker Solutions, DFDS og skipaflutningsaðilinn Grieg Stars í Bergen voru öll jákvæð fyrir því að taka þátt í verkefninu enda spennandi tækifæri í átt að því að gera skipaiðnaðinn sjálfbæran. 
 
„Við reyndum að hugsa þetta á annan hátt en áður. Í staðinn fyrir að byrja á framfaratækni reyndum við að leggja áherslu á hvernig við gætum búið til áhrifaríka dreifingarleið fyrir eldsneyti sem hefur enga losun. Fljótlega áttuðum við okkur á því að í rauninni urðum við að gera eins og gert er meðfram vegunum, það er að setja upp stöðvar fyrir eldsneyti meðfram siglingaleiðunum,“ segir Egil Hystad hjá Wärtsilä og bætir við:
 
„Þá komum við að þeirri spurningu hvað við gætum framleitt sem væri endurnýjanlegt úti á sjó þar sem skipin sigla. Þá var svarið vetni og ammoníak sem framleitt er með vindkrafti með túrbínum sem eru nálægt. Við ákváðum fljótt að horfa í byrjun til Norðurlandanna enda er þetta slíkt verkefni að stjórnvöld verða að vera jákvæð fyrir uppsetningu þess og að skilningur sé á áskorunum í kringum það.“
 
Framleiðslu- og áfyllingarpallar úti á hafi þar sem losunarlaus orka úr ammoníaki og vetni er til staðar fyrir skip.
 
Helmingi meiri skipaumferð
 
Skipaumferð í heiminum í dag telur á bilinu 70 til 90 þúsund skip og er skipaiðnaður fimmti stærsti mengunarvaldur í heiminum í dag. Ef maður hugsaði um mengunina frá iðnaðinum sem land þá er mengunin jafnmikil eins og frá öllu Þýskalandi árlega. Líkt og annar iðnaður mun þessi að öllum líkindum vaxa til muna undanfarin ár en reiknað er með að innan fárra ára verði helmingsmeiri vöruflutningar á sjó en eru í dag. Með Zeeds-verkefninu verður framleitt hreint eldsneyti með vindi, vatni og lofti svo segja má að þegar framleiðslupallarnir verða að veruleika eftir nokkur ár verði þetta gott framlag í þá sterku loftslagsumræðu sem nú á sér stað víða um heim. 
 
Með Zeeds-verkefninu verður hægt að framleiða eldsneyti fyrir skipaiðnað á umhverfisvænan hátt.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...