Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hjartafró/sítrónumelissa er til margra hluta nytsamleg. Hún er full af andoxunarefnum, lengir geymsluþol matvæla og er afbragðsjurt í te- og matargerð. Jurtin ilmar af mildri sítrónu og þykir góð við streitu, kvíða og svefnleysi.
Hjartafró/sítrónumelissa er til margra hluta nytsamleg. Hún er full af andoxunarefnum, lengir geymsluþol matvæla og er afbragðsjurt í te- og matargerð. Jurtin ilmar af mildri sítrónu og þykir góð við streitu, kvíða og svefnleysi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 31. janúar 2025

Sítrónumelissa lengir geymsluþol matvæla

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Kryddjurtin sítrónumelissa/hjartafró er talin vera á meðal mögulegra hráefna sem lengt geta geymsluþol matvæla.

Hjá Gróðrarstöðinni Ártanga hefur verið unnið að aukinni hagnýtingu kryddjurta sem ræktaðar eru á stöðinni og er Sigurdís Edda Jóhannesdóttir þar í forsvari. Matís hefur unnið fyrir Gróðrarstöðina að rannsókn á því hvort nota megi rotvörn unna úr jurtum í stað hefðbundinna rotvarnarefna. Nýlega kom út niðurstöðuskýrsla þar sem m.a. er lýst andoxunarvirkni sítrónumelissu.

Náttúruleg hráefni

Markmið verkefnisins um kryddjurtir var að rannsaka áhrif þeirra á geymsluþol matvæla en mikill áhugi er á hagnýtingu náttúrulegra hráefna í stað rotvarnarefna til að ná viðunandi geymsluþoli matvæla.

Samkvæmt Ólafi Reykdal, verkefnisstjóra hjá Matís, var athyglinni fyrst og fremst beint að einni kryddjurt, sítrónumelissu. Í tilraunum kom í ljós að hún hamlaði gegn vexti örvera við vissar aðstæður. Pressaður safi úr jurtinni var til skoðunar og bauð hann upp á hagnýtingu. Við geymslu á sítrónumelissu og fleiri kryddjurtum við 3-4 °C kom í ljós að skemmdarferlar gengu hægt fyrir sig.

„Ljóst er að sítrónumelissan býr yfir andoxunarvirkni samkvæmt mælingum í verkefninu,“ segir Ólafur. Andoxunarefnin gegni mikilvægu hlutverki fyrir heilsu, þau sporni gegn myndun skaðlegra efna í líkamanum og dragi úr óæskilegum breytingum.

Ber að þróa í varfærum skrefum

Í verkefninu kom skv. Ólafi í ljós að þættir í sítrónumelissu geta hamlað fjölgun örvera og að jurtin sé því meðal mögulegra hráefna sem geta lengt geymsluþol matvæla.

„Á þessu stigi er þó ekki tímabært að nota sítrónumelissu alfarið í stað rotvarnarefna sem fram til þessa hafa verið nauðsynleg fyrir matvælaöryggi. Þessa þróun ætti að taka í varfærnum skrefum og fylgjast með öryggi afurðanna,“ segir Ólafur.

Treysti hollustuímynd

Hann segir jafnframt að hafa megi í huga að notkun sítrónumelissu í matvæli treysti hollustuímynd varanna vegna andoxunarefna, vítamína og annarra næringarefna

Höfundar skýrslunnar Kryddjurtir – Eiginleikar og áhrif á geymsluþol matvæla eru, auk Ólafs, Óli Þór Hilmarsson, Léhna Labat, Þóra Valsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir. Verkefnið var styrkt af Matvælasjóði.

Skylt efni: kryddjurtir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...