Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 3. október 2022

Sitkagreni er hæsta tré landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins Tré ársins hjá félaginu árið 2022.

Sitkagrenið á Kirkjubæjarklaustri knúsað.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð var formlega útnefnt. Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Mæling sýnir tréð vera 30,15 metrar á hæð. Tréð sem um ræðir er sitkagreni sem var gróðursett árið 1949. Niðurstaða mælingarinnar er sú að tréð er fyrsta tréð sem hefur náð þrjátíu metra hæð á Íslandi frá því fyrir ísöld þegar hér uxu stórvaxnar trjátegundir sem náð gátu margra tuga metra hæð.

Ávarp forsætisráðherra

Í ávarpi sínu við tréð á Klaustri talaði Katrín Jakobsdóttir um mikilvægi skóga og skógræktar. Hún nefndi nýsamþykkta landsáætlun um landgræðslu og skógrækt, Land og líf, og þann mikilvæga þátt sem áætlunin væri í markmiðum Íslendinga í loftslagsmálum.

Skógurinn á Kirkjubæjarklastri

Upphaf skógarins á Kirkjubæjarklaustri má rekja til þess að heimafólk á Klaustri girti af brekkuna fyrir ofan bæinn og gróðursetti þar 60 þúsund birkiplöntur. Hjónin Helgi Lárusson og Sigurlaug Helgadóttir áttu stóran þátt í því að hefja þar skógrækt.

Með árunum var bætt við sitkagreni, lerki og furu og snemma á sjöunda áratug síðustu aldar var samið við Skógræktina um viðhald girðinga og umsjón með skóginum.

Skógræktin hefur undanfarin ár bætt aðgengi almennings að skóginum og gróðursett þar ýmsar sjaldgæfar trjátegundir.

Fjölmenni viðstatt

Auk forsætisráðherra fluttu ávörp Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem var bakhjarl viðburðarins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...