Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Mynd / Ingi Danner
Í deiglunni 12. júní 2019

Silungurinn tók þegar fór að hlýna

Höfundur: Gunnar Bender
„Ég og Ragnar Ingi Danner ákváðum að skella okkur í Laxárvatn í Dölum, sem er í Veiðikortinu, fyrir skömmu,“ sagði Árni Kristinn Skúlason er við heyrðum í honum ný­komnum úr veiðinni.
 
„Við mættum um 9 leytið og  ákváðum að labba  hringinn í kringum vatnið. Það kom mér á óvart hve aðdjúpt vatnið er, hentar einstaklega vel til fluguveiða. Það var éljagangur og sólskin til skiptis, skítkalt og fraus í lykkjum. 
 
Í norðanverðu vatninu rann sæmilegur lækur út í og fékk Raggi tvo þar rétt hjá. Það er gott aðgengi að vatninu og bakkarnir eru vel grónir.
 
Þegar það fór að hlýna aðeins fóru hlutirnir að gerast, fiskur byrjaði að elta og taka. Í sunnanverðu vatninu fengum við 4 fiska, allir tóku grimmt og rifu vel í. Það þarf greinilega að hitna aðeins meira til að hlutirnir fari almennilega af stað,“ sagði Árni Kristinn, sem þræðir veiðivötnin hverja helgi. 

Skylt efni: Laxárvatn | stangaveiði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...