Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þegar greinarnar vaxa kvíslast þær og á endum þeirra myndast mörg blómbrum sem eru sérkennilega uppsnúin í fyrstu en opnast hvert af öðru og sýna þá sinn rétta lit.
Þegar greinarnar vaxa kvíslast þær og á endum þeirra myndast mörg blómbrum sem eru sérkennilega uppsnúin í fyrstu en opnast hvert af öðru og sýna þá sinn rétta lit.
Á faglegum nótum 13. október 2020

Silkivöndur er réttnefni á fallegu blómi

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Silkivöndur (Eustoma, þekkist líka undir nafninu Lisianthus) er eitt af þessum fínlegu, afar fallegu afskornu blómum sem framleidd eru í gróðurhúsum hér á landi. Þessi blóm er hægt að fá í mörgum litum, hvítum, bleikum, bláum og gulleitum. Tvílit yrki eru líka til. Það sem einkennir útlitið er fínleikinn, silkivöndur er því nafn sem lýsir tegundinni vel.

Silkivöndur er einær tegund og þarf að fjölga plöntunum með sáningu.

Aðeins tvær tegundir þessarar ættkvíslar er að finna í náttúrunni. Heimkynni þeirra er í Vesturheimi. Sú tegund sem notuð er til afskurðar er Eustoma grandiflorum sem vex villt í Mexíkó og suðurhluta N-Ameríku þar sem þær þrífast í heitu umhverfi í rýrum þurrum jarðvegi. Slík skilyrði gera þær kröfur til plantnanna að þær geti brugðist við miklum þurrkum með dvalatíma en um leið þurfa þær að geta vaxið hratt upp þegar skilyrði bjóðast. Ættkvísl silkivandar telst til Maríuvandarættarinnar en nokkrar þeirra vaxa villtar á Íslandi.

Framleiðslan gerir kröfur til ræktandans

Silkivöndur er einær tegund og þarf að fjölga plöntunum með sáningu. Fræið er mjög smátt, allt að 15.000 fræ eru í einu grammi. Spírunin þarf að eiga sér stað við hátt hitastig og mikinn raka, en þá skapast um leið skilyrði fyrir sveppavöxt sem getur herjað á ungplönturnar. Að lokinni spírun er hitinn lækkaður og plönturnar færðar á uppeldisstað þar til þær eru gróðursettar í beð eða ræktunarílát. Þá tekur við vaxtarstjórnun sem getur verið erfið því plönturnar geta stöðvað vöxtinn og farið í dvalaástand ef þær verða fyrir áföllum eins og óhagstæðri daglengd, hita eða þurrki. Eins og við er að búast þarf að rækta silkivönd undir vaxtarlýsingu á veturna hér á landi en það er í sjálfu sér mögulegt að bjóða íslenskan silkivönd allt árið ef alúð er lögð við ræktunina.

Blómvendir með silkivendi eru þokkafullir og fínlegir

Þegar greinarnar vaxa kvíslast þær og á endum þeirra myndast mörg blómbrum sem eru sérkennilega uppsnúin í fyrstu en opnast hvert af öðru og sýna þá sinn rétta lit. Til að blómin endist sem lengst eru greinarnar skornar í gróðurhúsinu þegar fyrsta blómið er í þann mund að opnast og næstu blómbrum eru farin að taka lit. Þá eru greinarnar settar í vatn og komið í sölu. Greinarnar eru ýmist notaðar nokkrar saman í vasa eða í blöndu annarra tegunda. Þegar heim er komið er skorið lítið eitt neðan af hverri grein og vöndurinn settur í vasa með hreinu vatni og endingarefnum. Þegar blóm sölnar er það fjarlægt og á þann hátt ætti silkivöndurinn að standa í 2-3 vikur í heimahúsi. Líkt og gildir með önnur afskorin blóm er æskilegt að koma vasa með silkivendi fyrir þar sem er fremur svalt og fjarri beinu sólarljósi ef hægt er.

Aðeins tvær tegundir þessarar ættkvíslar er að finna í náttúrunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...