Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Silkitoppa
Mynd / Óskar Andri
Líf og starf 14. nóvember 2023

Silkitoppa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Silkitoppa er mjög skrautlegur og gæfur fugl. Heimkynni hennar eru í Skandinavíu, Síberíu og Kanada. Þegar æti er af skornum skammti í vetrarheimkynnum hennar er þekkt að þær leggjast á flakk.

Þá flækjast þær meðal annars hingað til Íslands en fjöldinn getur verið mjög misjafn milli ára. Stundum eru einungis stakir fuglar sem hingað berast en endrum og sinnum berast þær hingað í stórum hópum. Haustið sem leið var frekar rólegt hvað flækingsfugla varðar enda veðrið búið að vera nokkuð milt og gott. Svo gerðist það loksins í október að við fengum hraustlega haustlægð, með henni barst mikið magn af flækingsfuglum frá Evrópu og sumir þeirra afar sjaldgæfir.

Silkitoppan er hins vegar árviss gestur og barst núna nokkuð mikið af þeim til landsins. Þær hafa dreift sér um svo að segja allt land og sjást víða í görðum þar sem fuglum er gefið. Þessi skrautlegi fugl er afar félagslyndur og ekki óalgengt að sjá nokkrar saman. Það er því tilvalið núna þegar dagarnir eru orðnir stuttir og veturinn byrjar að sýna klærnar að gefa fuglum sem hér munu hugsanlega þreyja þorrann. Epli, sólblómafræ, fita, matarafgangar og vatn eru dæmi um það sem er vinsælt að gefa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...