Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Mynd / Anja Mogensen
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru þar atkvæðamestir en íslensku ungmennin stóðu sig vel.

Mótið fór fram í Herning dagana 8.–11. ágúst. Meirihluti knapa í íslenska landsliðinu tók þátt í yngri flokkunum en af tuttugu knöpum Íslands voru eingöngu sex í fullorðinsflokki. Þar fór fremstur Þórður Þorgeirsson sem tryggði Íslandi gull í A flokki gæðinga. Sat hann Gorm fra Villanora en voru þeir efstir að lokinni forkeppni og héldu forystu í gegnum öll úrslitin og sigruðu nokkuð örugglega.

Alslemma var í úrslitum í fimmgangi í ungmennaflokki en þar röðuðu íslensku knaparnir sér í þrjú efstu sætin. Védís Huld Sigurðardóttir á Búa frá Húsavík fór „Krýsuvíkurleiðina“ að sigrinum en þau unnu sér þátttökurétt í úrslitunum í gegnum B úrslit. Matthías Sigurðsson var annar á Páfa frá Kjarri og Hulda María Sveinbjörnsdóttir þriðja á Hetju frá Árbæ en Hulda og Hetja hlutu einnig silfur í samanlögðum fimmgangsgreinum.

Í A flokki ungmenna unnu þeir glæsilegan sigur, Matthías Sigurðsson og Gustur frá Stóra-Vatnsskarði og Guðmar Hólm Ísólfsson og Sólbjartur frá Akureyri unnu silfrið. Guðmar vann síðan B flokk ungmenna á Eyvari frá Álfhólum. Ragnar Snær Viðarsson tók silfur í tölti í ungmennaflokki, Dagur Sigurðsson vann brons í unglingaflokki á gæðingavellinum og Herdís Björg Jóhannsdóttir vann silfur í slaktaumatölti í ungmennaflokki.

Flestir keppendur íslenska landsliðsins kepptu á lánshestum en einungis einn hestur var fluttur út fyrir mótið samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamannafélaga.

Svíar tóku heim liðabikarinn en þeir unnu m.a. gull í 250 metra skeiði en Daníel Ingi Smárason og Hrafn frá Hestasýn voru með besta tímann. Sigurður Óli Kristinsson sigraði gæðingaskeiðið á Fjalladís frá Fornusöndum en Sigurður er búsettur í Danmörku og keppti því fyrir hönd heimamanna á mótinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...